Hótel Jörð 2007

pollution_eurasiaAllir þekkja sígilt kvæði Tómasar um Hótel Jörð, enda líking jarðarinnar við hótel er einföld og skýr. 

Á öllum hótelum eru brunavarnarkerfi.   Eftir áralanga vinnu á vettvangi með okkar frábæra Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins þekki ég vel hvað gert er þegar eldboð berst frá slíkum kerfum í stórum byggingum -  ef ekki nema vaknar grunur um eld er strax brugðist harkalega við, hótelið rýmt og allt tiltækt björgunarlið kallað á vettvang.  Ef eldur finnst er hann slökktur strax.    Hótelið og íbúar þess nýtur vafans.

Ef heimfæra ætti ástand Hótel Jarðar á nútímann er ástandið orðið þannig í dag að mörg herbergi eru þegar brunnin til kaldra kola í mengun.  Nokkrar hæðir eru reykfylltar og á öllum hæðum koma brunaboð frá einhverjum reykskynjurum.  Mengun, fjöldaútrýming dýra og plöntutegunda, eyðilegging regnskóga, þurraustur á námum og gróðurhúsaáhrif, öll þessi vandamál hafa náð þvílíku umfangi að samkvæmt mælingum er mögulegt að okkar góða hótel verði rústir einar eftir nokkra áratugi - sekúndur í lífi jarðarinnar.  Keppnin um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti er að eyðileggja hótelið.

Samt eru þeir til sem berja höfðinu við stein.  Fólk eins og þessi, þessi og þessi halda því fram að fyrst til séu enn nemar sem ekki verða varir við reyk þá hljóti allt að vara í góðu lagi.  Ef mögulegt er að ekki berist eldboð frá einhverjum af reykskynjurunum sé bara fráleitt að raska ró hótelgesta.  Ekkert vesen, enda gæti einnig hugsanlega verið um tæknileg mistök í reykskynjara að ræða.  Iðnaðurinn á að njóta vafans.  Svona viljum við hafa það.  Þeir vilja sofa rólegir í brennandi hótelinu og vilja að við öll hin gerum það líka.

Því miður er ekki um aðra gististaði að ræða.

Á morgun gefst Hafnfirðingum einstakt tækifæri til að hafna mengandi stóriðju í sínu bæjarfélagi og hægja á þessari þróun.  Ég vona að þeir kjósi með hag jarðarinnar í huga.


mbl.is Taugatitringur fyrir álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég vil mæla með þessum sjónvarpsþætti um global warming

 http://video.google.com/videoplay?docid=4340135300469846467&q=%22The+Great+Global+Warming+Swindle%22

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband