Ástæða þess að við höfum mannanafnanefnd

Hér í Amríku er mantra þjóðlífsins frelsi einstaklingsins til athafna.  Þessi trúarkredda getur verið svo blind að hér dettur lögjafanum ekki í hug að skerða rétt fólks til þess að skíra nöfn sín hvaða því nafni eða nafnleysu sem þeim dettur í hug.

Því miður er það bara staðreynd að sumir samferðamanna okkar í þessu lífi eru hreinræktaðir vitleysingar og það á að vera hlutverk ríkisvaldsins að vernda nýfædd börn gegn hugdettum slíks fólks.  Hluti af því er að starfrækja mannanafnanefnd sem sárlega vantar hérna megin hafs.

Á rólegri stund á barnabráðadeildinni þar sem ég hef unnið undanfarinn mánuð var farið að rifja upp nokkur best of dæmi um óvenjuleg nöfn:

ABCDE - borið fram Ab-sid-í

Tvíburarnir Orangela og Lemonagela - nefndir eftir appelsínum og sítrónum sem var uppistaðan í uppáhalds drykkjum móðurinnar á meðgöngu.

Peekaboo - var nafn sem stelpan valdi sjálf.  Foreldrarnir ákváðu að bíða með að nefna barnið þar til hún hefði aldur til að ákveða það sjálf, og nafnið endurspeglar aldurinn sem hún fékk að velja sér nafn.

Usnavy - sem er til komið af því að móðirin sá þetta standa á skipi og fannst það hljóma svo vel.

Skrautlegasta nafnið var samt konan sem skírði son sinn eftir tveimur uppáhalds persónum sínum:  Ice Tea Baby Jesus.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha vá ég hlæ alveg upphátt hérna! Þessir Bandaríkjamenn!

Anna María (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband