Varúð - óeðlileg aðferðarfræði

Þegar skýrsla Gallups um þessa könnun er lesin má sjá að aðferðarfræðin er vægast sagt undarleg:

Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá.  Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 60,5%.

Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“ Fyrir þá sem sögðu líklegra að þeir kysu einhvern hinna flokkanna voru reiknaðar út líkur þess að þeir myndu kjósa hvern flokk, út frá svörum þeirra sem tóku afstöðu í fyrstu tveimur spurningunum.

Feitletraði textinn er einfaldlega leiðandi spurning og því er könnunin ekki marktæk.  Ef könnun væri framkvæmd á eðlilegan hátt má búast við að fylgi D sé enn lægra.


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Skoðanakönnun eða kosningaspá, það er spurningin.  Ég hef ítrekað gagnrýnt þessa aðferðafræði, en fengið lítinn hljómgrunn.  Mér finnst að eingöngu eigi að birta niðurstöðu eftir fyrstu spurningu og gera eigi grein fyrir hve margir eru óákveðnir á þvi stigi.  Allt annað er þvinguð svör, sem gera svona könnun ómarktæka.

Marinó G. Njálsson, 14.4.2009 kl. 17:57

2 identicon

En þá myndi ómarktæknin einfaldalega aukast vegna þess að þá væru fleiri óákveðnir. Þú verður að athuga textann sem kemur á eftir feitletraða textanum.

Held að þetta virki einmitt til lækkunar á atkvæðaprósentu sjálfstæðisflokksins heldur en hitt því venjulega eru óákveðnir að vesenast með hvaða vinstri flokka þeir eigi að kjósa frekar en hvort þeir eigi að kjósa D eða S, eða D eða V

Dæmi:

Hringt er í 1500 manns. Eftir fyrstu tvær spurningarnar eru staðan þessi:

200 segjast kjósa D (20%)
300 segjast kjósa S (30%)
250 segjast kjósa V  (25%)
100 segjast kjósa B (10%)
100 segjast kjósa O (10%)
50 segjast kjósa F (50%)

samtals 1000

500 en óákveðnir 

Hér hafa semsagt 80% sagst ætla að kjósa annað en D og af þeim ætla:
30%/80%=37,50% að kjósa S
25%/80%=31,50% að kjósa V
10%/80%=12,50% að kjósa B
10%/80%=12,50% að kjósa O
5%/80%=6,25% að kjósa F

Svo kemur þriðja spurningin (sú feitletraða) og þar segjast 20 velja D og 180 ekki D (þannig að 300 manns eru enn óákveðnir)

Þá verður loka niðurstaðan sú að:
D=200+20=220 eða 18,33% (heildarfjöldinn nú 1200)
S=300+37,50%*180= 367,5  eða 30,63%
V=250+31,5%*180=306,25 eða 25,52%
B=100+12,5%*180=122,5 eða 10,21%
O=100+12,5%*180=122,5 eða 10,21%
F=50+6,25%*180=61,25 eða 5,10%

Þannig að niðurstaðan eftir þriðju spurningu í þessu dæmi er fylgi D minnkar.

Almennt er það þannig í þessari könnun að ef Sjálfstæðisflokkurinn er með x% eftir fyrstu tvær spurningarnar og færri en x% af þeim sem taka afstöðu til þriðju spurningarinnar segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þá lækkar fylgi hans við þriðju spurninguna. 

Hins vegar er það sem vekur spurningu hjá mér í framkvæmd þessarar könnunar er netkönnunarhlutinn úr viðhorfahópi Gallup. 

BaldurM (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband