Losnað við auglýsingar

Ég er farinn að fylgja venju afa míns og taka hljóðið af auglýsingum í sjónvarpinu, enda fátt hvimleiðara í nútímanum en auglýsingar.

Í Sao Paulo í Brasilíu er verið að ganga talsvert lengra, þar á að útrýma öllum auglýsingaskiltum úr borginni.  Auglýsendur ekki ánægðir, en íbúarnir þeim mun glaðari. 

Þetta minnir mig á fyndið rifrildi sem ég man eftir frá því fyrir mörgum árum þegar hóteleigandi úti á landi var að berjast fyrir því að fá að hafa skilti við þjóðveginn til að auglýsa hótelið.  Vegagerðin vildi ekki leyfa, enda draga auglýsingar við þjóðveginn óhjákvæmilega athygli frá akstrinum og auka slysahættu.

Ég hugsa oft til þessarar sögu þegar ég ek framhjá blikkandi risaauglýsingaskjánum við hættulegustu gatnamót landsins, Kringlumýra- og Miklubrautar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband