Fíkniefnið áfengi

Í því fylki sem við búum í BNA er mikið frelsi á áfengissölu.  Í ýmsum fylkjum hér vestra er reynt að sporna gegn skaðlegum samfélagslegum áhrifum áfengis með því að heimila sölu áfengis einungis í sérstökum áfengisbúðum en ekki almennum matvöruverslunum líkt og gert er hér.

Ekki að við á þessu heimili séum að nálgast skaðleg mörk í áfengisneyslu, en hér er hið minnsta notað tvöfalt meira af áfengi en heima á Íslandi.  Af nokkurra mánaða reynslu er ljóst að það hefur veruleg áhrif á áfengisnotkunina að hægt sé að grípa áfengið með mjólkinni þegar skroppið er út í búð.

Merkilega margir þingmenn virðast líta á það sem eitt mikilvægasta málefni íslenskra þjóðmála að koma áfengi í matvöruverslanir, í fullkominni afneitun um þau geigvænlegu samfélagslegu áhrif sem sú breyting mun líklega hafa.  Flestir munu hafa stjórn á sinni neyslu líkt og áður, en neyslan mun án nokkurs vafa aukast.  Fyrir þá sem eru veikir fyrir áfengisdjöflinum mun það þýða að þeir ánetjast áfenginu með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á heilsu, efnahag, fjölskyldu og lífið allt.  Ef áfengisvandamál á heimilum eykst þó ekki sé nema um fáein prósent getur þessi ákvörðun t.d. orðin ein sú versta fyrir börn á Íslandi sem tekin hefur verið.  Enginn getur fullyrt að þetta muni gerast, en því miður bendir flest til þess.

Ég vil amk halda óbreyttu núverandi kerfi á sölu fíkniefnisins áfengis.  Óteljandi mál eru brýnni fyrir metnaðarfulla þingmenn til að vinna að.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hárrétt hjá þér. Er þér algjörlega sammála. Þetta er afleitt frumvarp sem kemur okkur í koll með árunum.

Páll Geir Bjarnason, 21.10.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Ragnheiður

Sammála þér og linkaði á færsluna þína af minni síðu. Var einmitt að skrifa um sama málefni...

Ragnheiður , 21.10.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband