Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 27. febrúar 2009
Auðræði vs lýðræði.
Á undanförnum árum hefur ekki farið mikið fyrir lýðræði hér í BNA né á Íslandi. Hið raunverulega vald hefur verið hjá auðmönnum sem síðan hafa notað auglýsingamaskínur til að móta skoðanir auðtrúa lýðs eftir eigin hentugleika.
Eitt skrautlegasta dæmið um þetta hefur verið herferð kolaiðnaðarins hér úti til að telja fólki trú um að til sé eitthvað sem heiti "clean coal". Í ljósi þess að hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og eina leiðin til að reyna að bjarga lífríki jarðarinnar er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis verður einfaldlega að skera niður í kolaiðnaðinum.
Í staðin fyrir að þeir sem eiga fjármagn í kolaiðnaði einfaldlega færi fjárfestingar sínar yfir í umhverfisvænni orkugjafa hafa þeir í staðin bombarderað miðla hérlendis með "clean coal" auglýsingum. Þessi auglýsing hér t.d. úr McPain/Galin herferðinni var t.d. ekkert greidd af þeim, heldur eru hér fjárfestar í kolaiðnaði að kaupa upp lýðræðið. Nú þegar Ísland er vonandi að sigla inn í einhverja stjórnmálalega endurnýjun vona ég að kjósendur sjái í gegnum viðlíka bull á Íslandi.
Nú eru umhverfisverndarsinnar hér úti að reyna að svara fyrir sig varðandi "clean coal".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Þessa dagana er ég á næturvöktum...
... þar er hærra hlutfall svona einstaklinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Dópið
Enn eina ferðina sé ég að það er verið að rífast um lyfjamál á Íslandi. Það má sannarlega spara eitthvað í þessum málaflokki, en það er ekki sama hvort verið sé að skerða þjónustuna með því að nota ófullkomnari eldri lyf eða einfaldlega ódýrari lyf sem eru jafn góð þeim dýrari.
Til upplýsingar, hér úti eru allar stóri keðjurnar og nú einnig litlu apótekin farin að bjóða upp á lista með lyfjum sem hægt er að fá mánaðarskammtinn á 4-5 dollara og þriggja mánaða skammt á 10-12 dollara. Öll þessi lyf eru ekki lengur bundin einkaleyfi þess sem lagði fé í að þróa þau og því er engin eðlileg ástæða fyrir því að selja þau dýrt.
Lista frá t.d. Walmart má sjá hér.
Kostnaðarvitund almennings hér úti er margfalt meiri en á Íslandi. Stór hluti okkar sjúklinga hafa síðan enga sjúkratryggingu og þurfa því að greiða lyfin að fullu sjálfir, ef við skrifum út of dýr lyf verður lyfseðillinn einfaldlega ekki innleystur. Því þekkja flestir læknar þennan lista nokkurn vegin og velja þegar hægt er þessi lyf.
Sambærilegur ávani lækna á Íslandi gæti eflaust sparað stórfé, og ekki virðist almenningi og ríkisvaldi veita af þessa dagana.
Stutt heimsókn á vef Lyfjastofnunar bendir til þess að verðlagning lyfja sé misjöfn á Íslandi, t.d. kostar Amiloríð/HCTZ 5/50 mg blóðþrýstingslyf 100 stk ekki nema 1163 kr sem er ef eitthvað er ódýrara en Walmart.
Samanburðurinn er ekki eins góður varðandi Enalapril/HCTZ blönduna en þar er skráð verð á Íslandi 4865 kr fyrir 100 töflur en 90 töflur hér úti kosta 10 dollara, um 1150 ikr hér úti, reyndar ekki í sama styrkleika.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Rándýr
Alltaf er ég jafn hissa á að rekast á fólk sem ekki skilur eðli rándýra. Í mínum huga er rándýrum einfaldlega ætlað að drepa sér til matar, þannig er eðli þeirra frá náttúrunnar hendi. Þeim má síðan gróft skipta í tvo flokka, einstaklingsdýr líkt og flest kattardýr eru sem fof hugsa um sjálf sig og svo hjarðdýr eins og hunda þar sem staða þeirra í virðingarstiga hóps er lykilatriði.
Þeim rándýrum sem notuð eru sem gæludýr vil ég síðan bara skipta í tvo flokka, þau dýr sem maður ræður við og þau dýr sem maður ræður ekki við í líkamlegum átökum. Alveg er hægt að ala upp og umgangast stóra dobermann hunda, ljón, birni og önnur viðlíka rándýr þannig að þau líti á þig sem ofar í virðingarstiganum og hlýði þér og þeim börnum og öðrum sem þú hefur undir þínum verndarvæng. Ef þú ræður ekki við dýrið með eigin handafli ertu samt alltaf háður geðslagi dýrsins, að dýrið missi ekki sitt litla vit. En dýrin geta sannarlega orðið geðveik eins og mannfólkið.
Ástæðan fyrir því að ég er að velta mér upp úr þessum málum meira en venjulega er að hafa varið drjúgum hluta nýlegrar vaktar í að sinna 7 mánaða dreng sem pit bull hundur hafði maukað andlitið á. Dýrið beit reyndar ekkert af, en tætti andlitið í sundur og braut öll andlitsbeinin frá hauskúpunni. Ef drengurinn lifir verður hann afmyndaður.
Það fáranlega við þennan dag var síðan að ræða við samstarfsfólk sem sumt er á því að dýrið hafi bara verið vitlaust upp alið, haldandi því fram að með réttu uppeldi eigi svona ekki að gerast, að þetta sé allt eigandanum að kenna.
Það er svo sem rétt, þessi hörmungaratburður var eigandanum að kenna sem hleypti rándýri nálægt ungabarni. Að treysta því að dýrið hagi sér eins og það hefur verið alið upp til að gera en ekki samkvæmt eðli sínu er hins vegar jafn fáranlegt og að fullorðinn sofi með ljón í herberginu og treysti geðslagi ljónsins til að éta sig ekki.
Það má vel vera að ég fái mér hund einhvern tíma síðar í lífinu, en það verður dýr sem ég get snúið niður og drepið með handafli ef í harðbakkann slær. Nógu mikið rugl hef ég séð frá mannfólkinu til að treysta ekki geðheilsu 100 kg rándýrs, vopnuðu vígtönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Síðasti fulginn étinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Skrambans spítalalöggan
Hér úti vinn ég á bráðadeildum á þremur mismunandi spítölum og þegar ég mætti til vinnu í gær var mér strax tilkynnt að kaffibrúsinn minn yrði að hverfa, JCAHO væri mætt á svæðið.
Fyrir þá sem ekki þekkja þá eru starfsleyfi sjúkrahúsa hér bundin því að þau standist fyrirvaralaust gæðaeftirlit óháðrar sjálfseignarstofnunar. Þetta taka sjúkrahúsin öll mjög alvarlega og sífellt er verið að sinna innra eftirliti með skráningu, hraða og nákvæmni þjónustunnar, handþvotti starfsfólks og hvernig reglugerðum er fylgt eftir í smáatriðum.
Þetta kerfi er í heild frábært og tryggir örugglega bætta þjónustu. Ég þykist vita að bæta megi margt með svipuðum hætti á blessuðum Landspítalanum á Íslandi, þar er vart hægt að tala um að nokkur óháður aðili fylgist með gæðum þjónustunnar.
Aginn hér úti er hins vegar það mikill dags daglega að þegar spítalalöggurnar mæta í heimsókn breytist afar fátt, nema yfirmenn verða fanatískir á að verið sé með matvæli á almennum vinnustöðvum starfsfólks. Því má ekki einu sinni sitja með lokaðan kaffifant við tölvuna og ég þurfti að byrja daginn kaffilaust.
Það sem á mann er lagt í lífinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Íslendingar - trúlausasta þjóð jarðarinnar
Nokkuð hefur verið rætt um þessa grein hér úr Economist, þar sem fram kemur að engin þjóð trúir meir á þróunarkenninguna og minna á sköpunarkenninguna en Íslendingar. Í raun held ég að þetta sé aðeins angi af stærra máli þar sem ég er farinn að hallast á þá skoðun að Íslendingar séu líklega minnst trúaða þjóð jarðarinnar.
Flestir eru opinberlega skráðir í þjóðkirkjuna en ef trú er mæld þátttöku í trúarathöfnum er trú Íslendinga afar lítil, ég get varla sagt ég þekki nokkurn sem reglulega mætir til messu. Í öllum þeim löndum sem ég hef heimsótt virðist trú amk skipta fólk meira máli en á Íslandi.
En, það er svo sem hægt að trúa á eitthvað æðra án þess að eltast við bókstafinn í árþúsunda gömlum þjóðsögum, oblátur og ábóta.
Ég held að í huga Íslendinga sé trú hreinlega nátengdari náttúrunni en einhverjum erlendum trúarbókstaf úr öðrum heimsálfum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)