Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Ekki sannað að penzím gagnist gegn flensu í mönnum
Til þess að t.d. lyf sé talið gera gagn við ákveðnum sjúkdómi er nauðsynlegt að gera rannsókn á stórum hópi einstaklinga sem skipt er í tvennt. Fær annar hópurinn hið virka lyf en hinn lyfleysu, en hvorki sjúklingarnir, né sá læknir sem þá annast og metur árangurinn, veit hver er að fá hið virka lyf og hver lyfleysu. Venjulega reynist lyfleysuhópurinn fá einhvern bata, en með tölfræðilegum aðferðum er síðan greint hvort marktækt betri árangur náist með notkun hins virka lyfs. Aðeins að undangengnum slíkum rannsóknum er hægt að fullyrða að lyfið hafi áhrif, en þó hægt sé að finna einstaklinga sem hafa prófað lyfið og finnst það hafa gert gagn er ekki hægt að líta á það sem sönnun um gagnsemi.
Það sama á við um þessar rannsóknir Jóns Braga, þær eru einungis lofandi vísbendingar um að efnið geri gagn. Þar sem hættan á fuglaflensufaraldri er því miður mjög raunveruleg er ástæða til að gleðjast yfir þessum niðurstöðum og setja enn aukinn kraft í auknar rannsóknir.
Penzím hefur því miður aðallega verið markaðssett á grunni jákvæðrar umsagnar einstaklinga sem eru ánægðir með áhrifin. Þar til ég sé einhverjar niðurstöður sem mark er á takandi um efnið mun ég ekki mæla með notkun þess.
![]() |
Penzím vinnur bug á flensuveirum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta Penzím virðist vera gæluverkefni Nýsköpunarsjóðs. Það er eflaust ágætis hrukkukrem en miðað við fyrri ábendingar þá halda framleiðendur því fram að það virki á nánast hvað sem er. Það er ekki vanþörf á nýjum töfralyfjum.
Júlíus Valsson, 19.4.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.