Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Barkaþræddur
Ef farið er í hártoganir er líklega réttara að segja að hann hafi fengið stólfót í gegnum andlitið, miðað við meðfylgjandi mynd.
Takið samt eftir því að á þessari þrívíddar tölvusneiðmynd virðist sjást að pilturinn hefur verið barkaþræddur til að tryggja öndunarveginn. Slanga liggur úr hægra munnvikinu, gegnum munninn og niður í barkann. Við bestu aðstæður þarf nokkra þjálfun til barkaþræðingar, að gera það með heilan stólfót í veginum telst líklega til afreka.
Fékk stólfót gegnum höfuðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.