Mistök

Úbbs.

Í Dublin lentu starfsmenn Mater sjúkrahússins í því á dögunum að lýsa mann dauðan sem síðan reyndist vera enn á lífi þegar hann kom í líkhúsið. 

Þetta kemur reyndar fyrir alltaf öðru hvoru í heiminum, ég man eftir tilviki í Noregi og öðru í Japan á síðustu árum.  Ég held að það sé annars fátt sem minni ástæða er til að hafa áhyggjur af í þessum heimi, útilokað er að nokkur verði kviksettur hér á landi.

Enn kemur samt fyrir að eldra fólk óski eftir að vera skorið á púls eftir dauðann, til að vera alveg viss um að vakna ekki í líkkistu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

Hmm... menn ættu kanski að taka upp þann sið sem var áður hafður með "dauða" skipbrotsmenn, skera þá á púls svo þeir gengju ekki aftur (sem gengu víst stundum aftur þegar komst ylur í kroppinn)

Magnús Björnsson, 28.4.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband