Sunnudagur, 3. júní 2007
Nýtt líf
Þjóðinni virðist hafa verið skipt í tvennt síðustu dagana, þeir sem fóru að djamma á fimmtudaginn og þeir sem fögnuðu á föstudaginn. Til að sýna samstöðu með þessu gríðalegu framfaraskrefi fórum við félagarnir góðan rúnt, föstudagsspurningakeppnin á Grandrokk var upphafspunkturinn og svo endað á góðum Ölstofurúnti. Á báðum stöðum var ekki annað að sjá en stemmningin væri með líflegra móti, enda þrátt fyrir allt 80% fólks reyklaust.
Reykingabannið er amk komið til að vera.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.