Nýtt land

Ég mæli ekki með því að eiga viðskipti við bandaríska tollinn.  Vegna flutnings okkar hingað vestur þurfti, eins og við var að búast, að fá gáminn með búslóðinni tollskoðaðan.  Þar sem við vissum að Department of Homeland and Security væri frekar smásmuguleg stofnun lögðum við okkur fram um að fylga í einu og öllu lögum og reglum um hvað mætti taka með og fylla út allar skýrslur fullkomlega.   

Látum vera að þeir hafi séð ástæðu til að skoða innihald gámsins rækilega, þó þeir hafi að sjálfsögðu ekki fundið neitt athugavert.  Einnig kom svo sem ekkert á óvart að þeir virðast hafa gert meira af því að henda en raða öllu inn aftur, við máttum svo sem búast við því að talsvert væri rispað og skítugt og eitthvað brotið. 

En, að þeim tækist að týna þó nokkrum stórum hlutum af búslóðinni er ótrúlegur árangur í lélegum vinnubrögðum.  Tollurinn hefur bara óvart raðað einhverju af okkar hlutum yfir í einhvern annan gám og satt að segja virðist þeim vera nokkuð sama. Allt þetta er einstaklega hálfvitalegt í ljósi þess að borga þarf 800 USD gjald fyrir að láta tollskoða búslóðagám. 

Fávitar.

 IMG_0930

Endalaust er svo sem hægt að halda áfram að ræða um það sem er að í amersíku þjóðfélagi, eflaust á ég eftir að fá útrás fyrir fleiri atriði en ofangreint hér á þessari síðu. 

Ég ætla samt að byrja fyrstu bloggfærsluna mína héðan frá Virginíufylki með jákvæðari innleggi því eitt af því fyrsta sem við rákumst á hér var hópur af rússneskum sjóliðum að spóka sig í Kringlunni hér í borg. 

Þetta var svo sem enginn stórviðburður, en þessi sjón var samt ágæt áminning um hversu breytilegur heimurinn geti verið - hver hefði trúað því fyrir 20 árum að hermenn frá Rússlandi myndu kíkja í heimsókn í ameríska stórborg

Heimurinn getur greinilega batnað - hvernig verður staðan eftir önnur 20 ár?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komiði sæl

Fyrir mér hljóma þetta bara eins og dæmigerð vinnubrögð fyrir tollara allra landa....sennilega langt frá því að vera prívat hæfileiki bandarískra tollara.

bestu kveðjur og vona að aðlögun að ammmmerísku þjóðfélagi gangi að óskum hér eftir sem hingað til

Hilmar

Hilmar Kjartansson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Magnús Björnsson

Sæll

Gott að vita að hlutirnir hafi gengið vel fyrir utan tollinn. Það er að vísu þekkt að hlutir hverfi úr gámum þarna vesturfrá og það þykir að því er virðist ekkert tiltökumál. Maður hefur heyrt margar sögur sem að vísu tengjast flestar bílamálum (varahlutir hverfa, ekki bara úr gámnum heldur það sem læst inni í bílnum sem er í læstum gám...).

En ég sé líka að þið eruð að læra á staðhætti og búin að finna mikilvæga hluti eins og "kringluna" og líklega bjór líka (rússneskir sjómenn = áfengi  )

Magnús Björnsson, 28.6.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband