Föstudagur, 6. júlí 2007
Fjórða meðganga
Það er svo sem ekkert óvenjulegt að rekast á konur á 4. meðgöngu þegar unnið er á sjúkrahúsi. Um daginn rakst ég á eina hér á amerísku sjúkrahúsi sem var með smávægilegt vandamál, nokkuð gengin á sinni fjórðu meðgöngu. Hún hafði eignast 3 börn en tvö þeirra á lífi.
Það sem sló mig nokkuð var hins vegar að hún var bara 21 árs gömul. Enn merkilegra fannst mér síðan að hitt starfsfólkið kippti sér ekkert upp við þetta, alvanalegt er víst meðal lægri þjóðfélagshópa að vera komin með nokkur börn vel fyrir tvítugt.
Og ég sem hélt að Íslendingar væru sérlega duglegir við barneignir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.