Föstudagur, 5. október 2007
Fjölgunarþörfin
Allir hafa ákveðnar þarfir sem þarf að fullnægja. Næring og svefn eru líklega augljósustu dæmin, en ég er á því að rétt sé að skilgreina þarfir fólks víðar.
Hér úti hef ég nýlega rekist á tvö dæmi um hversu þörfin fyrir að fjölga sér, að ala af sér afkvæmi, getur verið gríðarlega sterk. Nýlega heyrði ég af konu með ALS, taugahrörnunarsjúkdóm sem dregur í flestum tilvikum til dauða innan fárra ára. Hún var lögð inn á sjúkrhús vegna öndunarbilunar og er nú á öndunarvél þar sem hún hefur ekki kraft til að anda sjálf fyrir sig og barnið.
Einnig var fyrir um ári síðan kona sem var nýrnaþegi og hafði orðið ófrísk gegn ráðleggingum lækna. Henni tókst reyndar að ala af sér barn, en með því gjaldi að hún lá í heilt ár á sjúkrahúsi, mestan hluta þess tíma á gjörgæsludeild. Nýrað gaf sig og á endanum þufti hún að fá nýtt nýra.
Þrátt fyrir að hafa legið nánast við dauðans dyr í heilt ár vegna meðgöngu kom hún nýlega aftur til læknisins með jákvætt þungunarpróf og vildi ganga með og eiga barnið, þó allt bendi til þess að hún muni ekki lifa það af.
Það virðast engin takmörk fyrir því hvað konur eru tilbúnar til að leggja á sig til að koma genum sínum áfram.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.