Kólumbusardagurinn

ágúst 247Í dag er almennur frídagur hér vestra, dagur til heiðurs Kristófer Kólumbus.

Á virðingarstað í Washington er að finna stóra styttu af Kólumbusi, ekki ólíkri styttunni af Leifi okkar heppna á Skólavörðuholti.  Aftan á henni er ferðalagi hans vestur um haf lýst með orðunum:

"...gave to mankind a new world"

Því miður er þetta sjónarmið ennþá líklega ríkjandi hér í landi.  Lítið er horfst í augu við að skottúr hans yfir hafið hafi markað upphafi að ráni þessa lands frá réttmætum eigendum þess indjánum, sem virðast samkvæmt minnisvarðanum ekki teljast til mannkyns.  Koma Kólumbusar var einnig upphafið að líklega stórkostlegustu umhverfisspjöllum í sögu jarðarinnar í þessu annars fallega landi.

Ég fer að komast alltaf meira á þá skoðun að það hafi verið skynsamlegt hjá Leifi okkar að ekki bara finna ameríku heldu að hafa vit á að týna henni aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband