Miðvikudagur, 10. október 2007
Stop Bush
Sem betur fer eru fjölmargir hér í BNA sem ekki eru hrifnir af forsetafíflinu og vinum hans sem stjórna enn landinu. Margir eru að telja niður til 20. janúar þegar stjórnardögum hans lýkur.
Hér í því stórgóða hverfi þar sem við búum hefur einhver tekið sig til að krotað á stöðvunarskyldumerkin eins og sjá má á myndinni.
En, eins og ég hef bent mönnum á þegar þeir spyrja um hvað okkur í Evrópu finnst um Bush, hann er líklega ekki eins slæmur og Hitler var.
Athugasemdir
Mér líst vel á þetta með að stoppa Bush á 4-vegu (hvað sem það þýðir!)
Viðar (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:20
Stoppa á fjóra vegu, krossfesting?
Hitti einn þarna úti fyrir nokkrum árum sem var ekki kátur með forsetann. Hann og vinir hans fóru á hverjum laugardegi og hlupu hringinn í kring um Hvítahúsið, andsælis, í bleikum bol sem á stóð "Run Against Bush"
Magnús Björnsson, 11.10.2007 kl. 12:46
Þetta er alveg frábært!
Kolgrima, 12.10.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.