Laugardagur, 13. október 2007
Mikið ert þú ungur
Mikið skelfing er offita erfiður sjúkdómur. Nýlega sinnti ég konu sem var um 200 kg og líkami hennar var allur að gefa sig. Hún var komin með háþrýsting, nýrnabilun, sykursýki og hjartabilun, allt vegna gríðarlegrar offitu. Offituaðgerð gæti líklega bjargað henni, en annars er ólíklegt að hún lifi nema í hæsta lagi fáein ár í viðbót - ef hún fær góða almenna læknisþjónustu. Skortur á sjúkratryggingu getur hins vegar komið í veg fyrir að hún fái nokkra þjónustu að viti.
Það fyrsta sem hún sagði við mig þegar ég heilsaði var "you are so young". Reyndar lít ég út fyrir að vera allt annað en unglegur þessa dagana með bauga undir augum af barna-/vinnusvefnleysi en líklega lít ég unglega út samanborið við þessa konu. Í árum talið er hún ekki nema 39 ára - 4 árum eldri en ég - en vegna offitunnar er hún líffræðilega a.m.k. tvöfalt eldri en ég.
Athugasemdir
Er búið að senda þig á krana- og lyftaranámskeið?
Magnús Björnsson, 15.10.2007 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.