Mánudagur, 29. október 2007
Kann einhver að barkaþræða?
Ég hef víst nefnt það áður að hér í Ameríku er að finna allt það besta og það versta í heiminum. Það sama á við um sjúkrahúsin, gríðarlegur munur getur verið á gæðum þjónustunnar. Stóru kennslusjúkrahúsin eru líklega öll með vandaða þjónustu en á smærri sjúkrahúsum geta gæði þjónustunnar verið afar misjöfn.
Nýlega var einn af sérfræðingum okkar deildar staddur með eiginkonu sinni til skoðunar á litlum spítala í útkanti fylkisins. Á meðan þau voru að bíða eftir röntgenmyndum af konunni heyra þau kallað í hátalarakerfinu á sjúkrahúsinu:
"Ef einhver er staddur á sjúkrahúsinu sem kann að barkaþræða er hann vinsamlegast beðinn um að koma strax á bráðadeildina".
Þessi beiðni er ekki ósvipuð því ef strætóbílstjóri kallaði aftur í vagninn hvort einhver kunni að skipta um gír.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.