Föstudagur, 9. nóvember 2007
Outrageous
Fjölmiðlar hér í BNA virðast stjórnast merkilega lítið af því hvað er að gerast eða hvað fræða þarf fólk um. Meginmarkmið stóru fréttamiðlanna virðist vera á að fjalla um það sem fólk langar til að heyra og finnst spennandi. Ef pönnukaka líkist óvart Maríu mey eða ef einhver villuráfandi unglingsstúlkan villist í peningum sínum og frægð er endalaust fjallað um það og frásagnir af því að kýr hafi fallið af himnum ofan er gott dæmi um hvað fjölmiðlarnir hér geta varið heilu fréttatímunum í að fjalla um. Nú áðan var löng frétt um karlkyns skólastjóra sem sást úti á götu klæddur í kvenmannsföt. Grey maðurinn segist hafa verið á leið á grímuball en verður víst ákærður fyrir "að hafa ætlað að stunda vændi". Merkileg lögfræði þar.
Fréttaskýringar um af hverju bil milli fátækra og ríkra eykst sífellt, umhverfismál, aðstæður ólíkra menningarheima og eitthvað sem skiptir máli fær yfirleitt fremur litla athygli.
Hlutdrægnin í fréttaumfjöllun getur einnig verið sláandi. Nýlega fjallaði CNN um frumvarp sem liggur fyrir fylkisþinginu í Massachusetts um að leyfa skráningu ólöglegra innflytjenda í umferðinni með fyrirsögninni "outrageous proposal".
Sem betur fer eru fjalla fréttamiðlar heima á Íslandi ekki enn um þingfrumvörp sem svívirðileg, sem er bein þýðing orðsins outrageous.
Belja féll af himnum ofan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En hvaðan kom beljan?
Magnús Björnsson, 12.11.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.