Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Óhagkvæmni stærðarinnar
Ég verð að segja að eftir að hafa búið í BNA í 5 mánuði og kynnst því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig er ég farinn að hafa minni trú á Evrópusambandinu. Ekki það að allt sé svo frábært hér, þvert á móti sýnist mér margt hér í landi í raun vera enn gert með gamla mátanum þó löngu sé búið að hugsa út betri leiðir. Það bara virðist ekki komast í verk að breyta.
Í litlu landi eins og á Íslandi er lítið mál að breyta hlutunum. Nóg er að tala við og sannfæra nokkra tugi manna hér á landi til að koma nýjum áherslum til skila hvað tæknileg mál varða. Ef fara þarf í efstu hæðir stjórnskipulagsins t.d. í heilbrigðiskerfinu getur almennur vinnumaur rætt við yfirlækninnn sem hringir í lækningaforstjórann sem getur talað beint við heilbrigðisráðherran sem getur komið breytingum í gegn.
Hér vestra í risaþjóðfélaginu er það svo tröllaukið verkefni að ná til allra sem þarf að sannfæra og að almennt virðist fólk bara ekki nenna að reyna, það sættir sig meira bara við að svona sé þetta gert hér í landi. Tröllaukið sameinað Evrópusamband hefur alla burði til þess að sama vandamál komi upp.
Lögmálið um hagkvæmni smæðarinnar virðist stutt af því að horfa á hvaða þjóðum virðist ganga einna best í Evrópu; Írlandi, Danmörku, Finnlandi og Lúxemburg auk Íslandi virðist ganga betur en stóru þjóðunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.