Slömm Íslands

mwl_53-145-03Ég á ágætan kunningja sem er dósent í stjórnmálafræði í Boston.  Hann hefur sérhæft sig í Norður Evrópu og einkum lagt sig eftir þróun hægriöfgaafla í stjórnmálalandslaginu.

Fyrir um ári síðan átti hann leið hjá Íslandi og kíkti í heimsókn.  Til að sjá í þetta skiptið eitthvað annað en Bláa lónið og viðlíka fjölfarna túristastaði bað hann mig um að fara með sig í bíltúr út fyrir hefðbundnar túristaslóðir og skoða skuggahliðarnar af Íslandi, fátæktarhverfi, slömmið.

Satt að segja þurfti ég aðeins að hugsa mig um.  Reyndar bjuggum við þá í hjarta miðbæjarins og þar er bý líklega einnig stór hluti ógæfumanna Reykjavíkur.  En, ég hef alltaf viljað halda í þá trú að miðbær Reykjavíkur sé skemmtilegur og fallegur, því fórum við í bíltúr upp í Breiðholtið sem ég hef einhvern vegin alltaf verið á því að sé mesta slömmið.

Þegar við vorum komnir upp eftir fór kunninginn að hlæja.  Þjóðfélag þar sem snyrtileg og falleg hverfi eins og Breiðholtið er talið á meðal verstu slömmanna hlýtur að vera gott þjóðfélag.  Eiginlega alveg frábært þjóðfélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband