Ammríka

Þó það fari ljómandi vel um okkur hér í BNA og ég sé mjög ánægður með vinnuna, þjálfunina og það sem fékk mig til að flytja hingað er samt stundum eins og vissa hluti vanti.

Þegar heimalandið er yfirgefið til að búa í erlendu samfélagi um tíma á það eiginlega að vera ný lífsreynsla á sem flestum sviðum, að upplifa nýja hluti sem hægt er að læra af.  Einn stærsti gallinn við amerískt samfélag fyrir Íslending er líklega hversu mikinn ofskammt af þessari menningu við erum búin að fá með uppeldinu.  Amerísk tónlist, matargerðarlist, kvikmyndir, útvarp og margt annað er svo sem ekkert verra og að mörgu leyti áhugaverðara en meðal margra annara þjóða, allt þetta er bara orðið að gömlum tuggum fyrir okkur. 

Þegar horft er á sjónvarpið, hlustað á útvarpið, farið út að borða kemur fátt á óvart, nema etv hversu ótrúlega bjánalegir þættir á borð við O´Reilly á FOX geta verið.  Ef eitthvað er hefur sá hluti amerískrar menningar sem ratar heim til Íslands verið skárri hlutinn, draslið kemst ekki út fyrir mörk þessa stóra lands. 

Gengdalaus sóunin á náttúruauðlindum sem viðgengst í þessari menningu, skilningsleysi almennings á öðrum þjóðum og fleiri viðlíka þættir er vissulega áhugavert að kynnast af eigin raun, en þetta eru ekki hlutir sem mann beinlínis langar til að tileinka sér.

Ef ég flyt einhvern tíma í annað land þar sem ekki verður lögð aðaláhersla á bestu menntunina verður amk valið menningarsamfélag sem er meira framandi en hið ameríska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband