Fyrstu kolefnishlutlausu þjóðir jarðar.

Iceland.centerNú hafa bæði Nýja Sjáland og Kosta Ríka lýst því yfir að þau stefni að því að verða kolefnishlutlaus eftir fáein ár.  Í þessum ágætu löndum er vissulega viðurkennt að þeirra framlag eitt og sér muni ekki öllu breyta í heiminum, en þessar þjóðir ætla sér að sýna gott fordæmi og leggja sitt af mörkum. 

Í báðum þessum löndum byggir raforkukerfið ekki mikið á brennslu kola og olíu og því er þetta talið gerlegt með tiltölulega litlum breytingum á samgöngukerfinu.

Í Þýskalandi er síðan verið að koma á kerfi þar sem bifreiðaeigendur verða skyldaðir til að merkja bíla sína eftir mengunarflokki, til stendur stendur síðan að banna umferð þeirra bíla sem menga meira á ákveðnum svæðum til að draga úr mengun.

Um allan heim virðast leiðtogar framsýnna þjóða vera að gera eitthvað róttækt í umhverfismálum, enda eigum við bara eina jörð, sem samkvæmt flestum vísbendingum virðist vera að fara í vaskinn..

Mikið getur maður verið stoltur, sitjandi í útlöndum að fylgjast með fréttum af framlögum Íslendinga til að bjarga heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband