Þriðjudagur, 18. desember 2007
Sjúklingur...
... þjáist af offitu, eins og reyndar býsna margir hér um slóðir. Hann er með of háan blóðþrýsting, of háar blóðfitur, kransæðasjúkdóm, sykursýki, nýrnabilun og hjartabilun með útstreymistbrot hjartans upp á 30% (eðlilegt amk yfir 50%).
Hann á líklega ekki nema fáein ár eftir ólifuð.
Sjúklingur er 33 ára gamall, fæddur árið 1974. Hann hefur á síðari árum reynt að gera átak í að bæta heilsuna, en það er bara orðið of seint, líkaminn þegar hálf ónýtur og því miður er ekki hægt að fá nýjan.
Það er ekki furða að skynsamir stjórnmálamenn leggi áherslu á lýðheilsumálin.
Athugasemdir
Þegar HbA1c er hærra en útstreymisbrotið þá er illt í efni...
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 18.12.2007 kl. 16:32
Á ég að segja þér dálítið hryllilegt Hjalti.. það er svona hér. Núna.. eitt af því sem sló mig mest við að byrja aftur á okkar gamla vinnustað er allt " hvíta ruslið" pardon my french. Það var búið að vara mig við því að neyslutengdar komur væru margfalt fleiri en um árið en það varaði mig engin við þessu.
Við erum að tala um ungt fólk 16-40 ára sem er svo illa upplýst, illa nært og illa á sig komið líkamlega að það er óforsvaranlegt! Þetta svokallaða "velferðarþjóðfélag" er ekki að virka.
Verð að koma með smá senu sem lýsir þessu:
Persónur:
Gaur: sem er með 2°bruna sem þekur 5% af hægri handlegg- mjög vont!
Hjúkkan :ég að búa um og búin að útskýra meðferðina.
G: Ok - hérna heyrðu ok - ég má ekki bleyta þetta segiru?
H: Nei alls ekki- passaðu vel að þetta blotni ekki og svo kemur þú aftur hingað e. 2 daga.
G: ok- en djö, hérna - ég má fara í ljós?
H: Ha??
G: já - sko ég var búinn að panta ljósatíma, érso fölur eitthvað.
H: Viltu ekki bara afpanta. Er þér ekki nógu heitt á höndinni.....
- Svona moment láta mig efast ... og efast....
og fara heim að lesa mikið fyrir börnin mín.
Mínar bestu kveðjur - Stína
Kristín Sólveig (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.