Gengur umferðin betur án umferðarreglna?

Líklega myndu flestir svara neitandi.  Í Þýskalandi og Hollandi hafa menn samt verið að gera tilraunir með að fjarlægja allar vegmerkingar, umferðarljós og umferðarskilti frá miðbæjum með þeim merkilega árangri að slysum snarfækkar.

Mér finnst samt sérkennilegt hvað umræðan fjallar lítið um að fækkun slysa sé líklega bara af því að breyta einhverju en ekki endilega betra kerfi.  Banaslys í íslenskri umferð hafa aldrei verið jafn fá og árið sem skipt var yfir í hægri umferð, ekki endilega af því að hægri umferðin sé svo mikið betri heldur einfaldlega vegna þess að allir voru á varðbergi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband