Hlutföll

Læknisfræðilegur brandari Þorvarðar í athugasemd hér að neðan varðandi útstreymisbrot og HbA1c er etv torskilinn sumum lesendum.

Ég bjóst samt ekki við að sjá slíkan sjúkling, en í nótt sinnti ég konu með útstreymisbrot upp á 10% og HbA1c upp á 20%.  Á mannamáli þýðir það að einungis 1/5 er eftir af eðlilegum samdráttarkrafti hjartans og að blóðsykurinn hefur að meðaltali verið um þrefalt hærri en eðlileg efri mörk undanfarnar vikur.

Konan á líklega afar stutt eftir og fyrir utan offitu er ástæðan að hún hefur ekki tekið nein lyf undanfarin ár.  Ástæðan þess er einföld, þrátt fyrir að hún hafi unnið fulla vinnu heila starfsævi þá sveik vinnuveitandinn að greiða tilskilin gjöld til sjúkratryggingakerfisins.  Því stendur hún nú uppi í ellinni án nokkurrar sjúkratryggingar og hefur einfaldlega ekki efni á að kaupa þau lyf sem hún þarf til að lifa lengur.  Þegar hún kemur inn á sjúkrahús við dauðans dyr fær hún hjálp, líkt og í nótt, en annars fá sjúkdómar hennar bara að hafa sinn gang.

Þessi saga er etv þarft innlegg, nú þegar rætt er um heima á Íslandi hversu ofsalega sniðugt sé að láta atvinnulífið taka þátt í sjúkratryggingum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei takk, ekki amerískt kerfi hér

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 03:51

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Já, dapurt er það og daglegt brauð hérna hjá mér enda er það hlutskipti okkar á ríkissjúkrahúsunum að annast sveitarómagana. Annars er Iowa kannski eilítið mannlegra ríki en mörg önnur en hér er til staðar n.k. öryggisnet sem kallast Iowa Cares og sér það um að veita þeim er ekkert eiga þá hjálp er þeir þurfa. Þetta er þó langt frá því að vera gallalaust kerfi. Annars er það umhugsunarefni hvernig hægt er að reka almannatryggingakerfi sem það íslenska á tímum hinna nýju lyfja og tækja. Sumir af mínum sjúklingum þurfa lyf upp á $5000 til $10.000 á mánuði og hafa fæstir efni á því og hætt er við að kerfið íslenska geti ekki staðið undir slíkum útgjöldum að öllu óbreyttu. Á meðan fitnar svo Big Pharma sem púkinn á fjósbitanum.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 12.1.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband