Dómsdagsspá

PacificGyreAnsans.  Gróðurhúsaáhrifin virðast ekki vera eina vandamálið sem steðjar að umhverfismálunum, plastið er etv enn verra.

Lengi hafði ég staðið í þeirri meiningu að plast brotni niður í náttúrinni, líklegast mjög hægt en brotni niður að lokum.  Það virðist því miður ekki vera satt því plastið sem við hendum hverjum degi í ruslið verður þar líklega árþúsundir ef ekki til eilífðarnóns.

Ekki bara að það sé slæmt heldur kvarnast plast í sjónum niður í sífellt smærri agnir sem halda áfram að fljóta um höfin.  Það er því líkleg framtíðarspá að höf jarðar verði þakin af plasti og það geti í fullri alvöru ógnað öllu lífi jarðarinnar.

Fyrir þá sem þegar halda að þetta sé bara svartsýnisraus má benda á rannsóknir á s.k. pacific gyre, en það er gríðarstórt svæði í Kyrrahafinu þar sem hafstraumar berast í hring.  Það plast sem berst inn á svæðið getur því ekki flotið burtu og safnast því fyrir.

Á þessu svæði, sem er um tvöfalt stærra en Texas, er massi plastagna þegar orðinn 6 sinnum meiri en lífmassinn.  

Að nota plast er því eitthvað sem við ættum að forðast að gera eins og hægt er.  

Sem örlitla vonarglætu um að plastlosun í náttúruna geti etv minnkað eitthvað má benda á möguleikann á að þessi maður hér hafi leyst vandann.  Ekki að það sé svo umhverfisvænt að brenna olíu, en ef hægt er að umbreyta plasti í olíu með örbylgjum á einfaldan hátt og brenna í staðin fyrir aðra olíu er mögulegt að heildarmengunin verði minni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér skilst að bleiur séu 500 ár að eyðast...

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 03:33

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hver svo sem veit það

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 03:33

3 Smámynd: Kolgrima

Mér finnst þú ekki nógu áhyggjufullur, Hjalti!

Takk fyrir góðan pistil og fræðslu og gleðilegt ár. 

Kolgrima, 15.1.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband