Feginn að vera ekki lögga

Amerískar löggur eru of nokkuð sérstakar manngerðir.  Fyrst eftir að ég kom hingað út var ég nokkuð sleginn yfir viðmóti þeirra til "viðskiptavina" sinna.  Íslenskir lögreglumenn hafa mér yfirleitt sýnst koma fram með ákveðinni virðingu fyrir ógæfumönnum en hér vestra er þessu aðeins öðruvísi farið.   Ef þeir koma með mann í járnun sem framið hefur glæp er þetta "just a thief" og heldur dýpra virðist á eðlilegri virðingu við manneskjuna.  Lítið er velt sér upp úr þeirri sögu ógæfumannsins sem oft liggur að baki og kannski skýrir stöðuna, þó það ekki afsaki glæpi.

Í gærkvöldi var svo komið inn á bráðadeildina með lögreglumann í andaslitrunum eftir að hafa verið skotinn í brjóstkassann við skyldustörf.  Það verður að segjast að viðmót lögreglunnar hér verður aðeins skiljanlegra eftir þennan atburð.

Þó frábært sé að vera læknir hér úti myndi ég ekki vilja starfa við löggæslu í BNA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband