Hvenær á maður nógu stóran bíl?

febIV 075

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar er raunverulegt vandamál.  Flest þenkjandi fólk gerir sér amk grein fyrir að þetta geti verið ógn við lífríki jarðar og því sé líklega rétt að gera eitthvað í málinu.

Stóran hluta af þessu vandamáli væri hægt að leysa ef fólk myndi einfaldlega allt nota sparneytnari og minni bíla, því hefur verið rekinn áróður fyrir því að ekki sé verið að keyra um á stórum eyðslufrekum bílum.  Hummerinn hefur síðan orðið eins konar andlit eyðsluseminnar og er einn fordæmdasti bíllinn meðal umhverfisverndarsinna.

Hér úti í Ameríku eru menn almennt býsna langt frá því að vera farnir að gera eitthvað til að draga úr bensínnotkun.  Dæmi um það má sjá á myndinni hér að ofan.  Hummerinn stendur þar ekki á bílastæðinu fyrir aftan rútuna, heldur hefur eigandi húsbílsins hengt smábílinn sinn aftan í til að geta skotist styttri túra á ferðum sínum um landið.  Þegar ekið er um þjóðvegina er þetta býsna algeng sjón, risahúsbíll og svo jeppi (sem þætti í flestum öðrum löndum óþarfa eyðslusemi einn og sér) hangandi aftan í. 

Til viðbótar við þessa ofgnótt hef ég einnig séð á tjaldstæðum að menn eru einnig stundum með fjórhjól í húsbílnum, enda verður að tryggja að þeir þurfi ekki að ganga upp að þjónustumiðstöðinni á tjaldsvæðinu.

Það er ekki furða að þeir séu feitir kanarnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband