Ungt fólk tekur við sér.

Ekki vantar umfjöllunina í fjölmiðlum hér vestra um kosningabaráttuna í aðdraganda forsetakosninganna.  Nú þegar forsetabjáninn mælist með líklega minnsta fylgi í sögu þessa lands er annað að gerast sem ekki hefur farið jafn hátt - ungt fólk er farið að hafa áhuga og skoðanir á þjóðfélagsmálum.

Skýrt dæmi um það er könnun sem birt var í Time nýlega.  Þar kemur fram að hlutfall þeirra 18-29 ára í Bandaríkjunum sem fylgjast yfir höfuð með kosningabaráttunni hefur hækkað frá einungis 13% árið 2000 upp í 74% í dag.

Þessi breyting er það mikil að erfitt er að kalla hana annað en byltingu.  Það á síðan eftir að koma í ljós hvernig þessi hópur kýs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband