Jógúrt?

Eitt af því sem ég geri nokkuð í vinnunni er að ráðleggja fólki sem til okkar leitar að lifa heilbrigðara lífi, enda eiga óheilbrigðir lífshættir líklega þátt í flestum líkamlegum vandamálum.  Fyrir utan að hreyfa sig meira, hætta að reykja, drekka hóflega og borða hollan mat ráðlegg ég fólki oft að stunda jóga, enda vel staðfest í rannsóknum að slíkt bæti líðan og heilsufar.

Það er þó stundum erfitt þegar verið er að ræða við illa upplýsta einstaklinga.  Hér undanfarið hef ég lent á nokkrum sem verða eitt stórt spurningamerki í framan, þegar ég nefni að þeir ættu etv að prófa jóga, og spyrja í fullri alvöru "yoghurt?"

Eins og ég er alltaf að benda á þá eru BNA land öfganna, hér er allt það besta og versta í heiminum.  Hámenntað fólk getur verið ótrúlega vel mennta og náð langt, en þeir sem eru fátækir og ómenntaðir geta verið alveg stjarnfræðilega fáfróðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband