Oregon leysir vandann

Ömurlegt er að vera fátækur í BNA.  Margir hér lifa í þeirri blekkingu að alltaf sé von um að brjótast úr hlekkjunum og verða ríkur þó í raunveruleikanum sé það nánast ógerlegt.  Eitt af því versta við fátæktina hér er að vera án sjúkratryggingar sem í siðuðum samfélögum ætti að teljast til lágmarks mannréttinda að mínu mati.

Oregon er nú að fara nýja leið hvað þetta varðar, búið er að koma á fót lotteríi þar sem dregið er úr umsóknum hverjir fái sjúkratryggingu á kostnað hins opinbera.  Með þessum hætti geta allir átt örlitla von um að vinna í happdrættinu og sætta sig þá etv aðeins betur við ástandið.  Gerir samt ekkert til að leysa vandann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

Happdrætti lífsins......

Merkilegt að þetta er fyrir þá sem eru ekki nógu fátækir til að læknahjálp og nógu tekjuháir til að hafa efni á eigin sjúkratryggingum. Þarna virðist vera betra að vera bláfátækur en fátækur.

Magnús Björnsson, 5.3.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Magnús Björnsson

Hmm... þarna átti að vera EKKI nógu tekjuháir....

Magnús Björnsson, 7.3.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband