Miðvikudagur, 4. júní 2008
Icelandic Karaoke
Um helgina dró ég fram gítarinn í nokkuð stóru partíi hér úti undir yfirskriftinni Icelandic Karaoke. Það eru eflaust engar ýkjur að partýgítarspil og söngur sé nokkuð sterk hefð á Íslandi, en það virkaði ágætlega að ljúga því í útlendingana að meðal þjóðaríþrótta Íslendinga væri ótæknivætt íslenskt karaoke. Sú íþrótt var skilgreind þannig að söngvarar þyrftu að velja lag úr textasafni og syngja við kassagítarundirleik.
Annars rifjaðist upp fyrir mér að vinur minn sem lærði í Stanford í San Fransisco fræddi mig eitt sinn á því að við þann skóla er hægt að fá einingar fyrir að raula lag. Þeir hafa sem sagt áttað sig á því að það felst nokkur félagsleg fötlun í því að geta ekki raulað með einföldum hópsöng. Því var hægt að skrá sig í námskeið þar sem unnið var með leiðbeinenda í því eina verkefni að geta raulað einfalt lag bærilega skammlaust, allt til að vera samkvæmishæfur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.