Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Scaryview
Í landi með yfir 5000 sjúkrahúsum er óhjákvæmilegt að upp komi samkeppni. Á því 1,5 milljóna svæði sem við búum á eru allmörg sjúkrahús af ýmsum stærðum og gerðum en öll eru þau háð því að sjúklingar leiti til þeirra. Þegar orðspor sjúkrahúss er orðið slæmt getur verið skynsamlegt fyrir starfsfólkið að fara að leyta sér aðnýrri vinnu.
Á sjúklingum heyrist mér starfsfólk Maryview sjúkrahússins hér í næsta bæjarfélagi þurfi að horfa í kringum sig. Það er ekki gæfulegt þegar sjúklingar eru almennt farnir að upp nefna spítalann Scaryview eða Murderview.
Landspitalinn íslenski hefur sloppið við svona, um þá stofnun hef ég ekki heyrt verra en uppnefnið hlandspítali.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.