Stórfréttir

09_32_exercise_600_699.jpgTengsl líkama og sálar hafa lengi verið meðal áhugamála minna.  Ég var að rekast á grein sem styður nokkuð sem mig hefur lengi grunað, andleg líkamsrækt er líklega raunveruleg.

Í áhugaverðri rannsókn var skoðaður hópur hótelþerna sem fá alltaf nokkra líkamlega áreynslu úr daglegum störfum sínum.  Mældur var líkamsþyngdarstuðull, blóðþrýstingur og fleiri þættir og í ljós kom að þernurnar voru almennt í lélegu formi.

Eftir það var helmingurinn tekinn í viðtal þar sem þeim var sagt að þær fengju góða líkamsrækt með daglegum störfum sínum.

Þegar þær voru teknar aftur til skoðunar 4 vikum síðar hafði heilsufarsástand þeirra sem sagt var að þær stunduðu líkamsrækt með daglegum störfum sínum batnað umtalsvert.  Þær höfðu grennst og blóðþrýstingur lækkað án þess að dagleg hreyfing þeirra né mataræði hefði nokkuð breyst.

Þeir sem hafa áhuga geta nálgast greinina í Psychological Science feb 2007.

Ég hef lengi velt fyrir mér varðandi þá sem stunda líkamsrækt hvort það sé sálrænn þáttur sem hafi áhrif á það hversu mikil vöðvauppbyggingin verði.  Ef frá eru taldir sterabjánarnir hef ég á tilfinningunni að við lóðalyftingar fáist meiri vöðvastækkun fram en við venjulega erfiðisvinnu með sama átaki.  Hef samt enn ekki rekist á rannsókn á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband