Mánudagur, 22. september 2008
McPain
Takk fyrir að vekja athygli á þessari ágætu grein.
Vonandi kemur að því að kjósendur almennt, bæði hér í BNA og á Íslandi fari að átta sig á því að með því að kjósa ertu fyrst og fremst að ráða einstaklinga í flókin stjórnunarstörf. Þetta á ekki að vera vinsældakosning, hver er fyndnastur að flissa í sjónvarpi eða lítur best út.
"Governor Palin, are you ready at this moment to perform surgery on this child's brain?"
"Of course, Charlie. I have several boys of my own, and I'm an avid hunter."
"That's just the point, Charlie. The American people want change in how we make medical decisions in this country. And when faced with a challenge, you cannot blink."
Athugasemdir
Kannski var þetta góður leikur hjá McCain (fyrir hina) að hann tók þessa ruglulóu sem varaforsetaefni sitt. Þá hætta kannski fleiri við að greiða honum atkvæði sitt. Það er löngu orðið tímabært að þessar áróðursmaskínur, hryðjuverkaskelfar og stríðselskendur falli út úr valdastólnum. Þá kannski heimur batnandi fer. Þannig er það nú.
Sigurlaug B. Gröndal, 22.9.2008 kl. 22:29
Fékk frekar scary athugasemd á enska bloggið mitt í dag: …the paranoid person in me does think that by putting Palin on his ticket, McCain has signed a death warrant for himself.
Hef aldrei hugsað út í þetta áður, en klárt að það er fullt af byssuóðum ofurkristnum nötturum þarna fyrir vestan sem sér fyrir sér himnaríki, komist þeirra kandídat að, eina sem er fyrir er þessi gamli kall þarna…
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.