Miðvikudagur, 24. september 2008
Ríkisvæðing olíunnar í BNA?
Undanfarnir áratugir hafa líklega einkennst af hömlulausum kapítalisma. Eftir fall sovét er eins og margir hafi litið þannig á að í eitt skipti fyrir öll væri búið að komast að því hvaða þjóðfélagskerfi virkaði best.
Í ljósi kollsteypu hins frjálsa hagkerfis undanfarið er mjög farið að bera á heilbrigðri umræðu um mörk frjálshyggju og félagshyggju, meira að segja hér í BNA. Erfitt er einfaldlega að horfa fram hjá því að lífskjör almennings eru almennt talsvert betri í þeim Evrópulöndum með hæfilegan skammt af félagshyggju en þar sem frumskógarlögmál viðskiptalífsins eru allsráðandi - og að viðskiptalífið þar blómstrar einnig.
Þessa dagana er til umræðu að bandaríska ríkið taki yfir nokkra lúsera í fjármálageiranum. Það fáranlega við þetta er að þeir virðast ætla láta kjósendur borga brúsann en að hluthafarnir verði fyrir sem minnstum skaða.
Margfalt betra væri líklega fyrir ríkið að taka yfir versta fyrirtæki jarðarinnar. Ekki er amk hægt að efast um það að norska leiðin í olíuvinnslu þar sem almenningur fær ágóðann í þágu samfélagsins hefur reynst betur en bandaríska leiðin þar sem allt endar í vasa örfárra manna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.