Miðvikudagur, 15. október 2008
Palin as president!
Það er þó smá huggun þessa dagana þegar fjármál Íslands eru farin fjandans til að skynsemin virðist ætla að ráða hér í forsetakjörinu í BNA. Ég hef fylgst náið með baráttunni og nú er ég orðinn sannfærður um að Obana og Biden séu búnir að vinna þetta, engin leið er til að gamli stríðsfasistinn og alaskaöfgatrúarkonan náið að vinna upp forskotið.
Samt enn hægt að hlæja að þessu.
Fyrir þá sem enn vilja hafa áhyggjur af heimsmálunum held ég samt að fyrsta kjörtímabil Obama verði gríðarlega erfitt, enda löngu sannað að bandaríkjamenn kjósa alltaf eftir gengi hlutabréfanna. Palin gæti því hæglega komið aftur eftir 4 ár með sína stórhættulegu heimsmynd og náð völdum.
Best að velta sér upp úr þeim áhyggjum næstu árin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.