Miðvikudagur, 15. október 2008
Framlag Íslands til alþjóðamáls
Þessi grein hér í The Economist sem bent hefur verið á um íslensku kreppuna er skuggaleg, þó þar komi ekki margt fram sem við ekki vissum fyrir.
Það ískyggilega við greinina er að þarna má vera að lagður hafi verið grunnur að því að íslenska orðið "kreppa" festist í sessi meðal annarra þjóða, líkt og orðið "tsunami" úr japönsku. Veit ekki alveg hversu ánægð íslenska þjóðin á að vera með þessa landkynningu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.