Fimmtudagur, 30. október 2008
Að trúa er að afneita.
Ég hef lengi verið á því að trú í ætt við skipulögð trúarbrögð sé í raun rangnefni. Það sem er að gerast í kolli strangtrúaðra á alls ekkert skylt við að það að trúa á eitthvað, heldur er það ekkert nema hrein og klár afneitun.
Hinn trúaði trúir ekki bara á orð guðsins, heldur er mun meira áberandi hvernig hann afneitar gjörsamlega að nokkuð annað sé til. Skotheld rök skipta engu, öllu er afneitað nema því sem stendur í bókINNI. Orðið trúarbrögð eru rangnefni, réttara væri að tala um afneitunarbrögð. Bókstafstrú er í raun skipulögð þröngsýni.
Annars var ég að koma heim af þessari ágætu mynd. Þar kemur m.a. fram að Íslendingar eru trúlausasta þjóð jarðarinnar, mælt í því hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er á því að þróunarkenningin sé rétt en sköpunarkenningin ekki. Enda er þróunarkenningin álíka mikil kenning og þyngdaraflskenningin og ætti frekar að flokkast með lögmálum.
Ofsatrú er skelfileg fyrir jarðarbúa og henni þarf að vinna gegn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.