Óvinurinn

Ég var nýlega á fyrilestri um læknisfræði sem skurðlæknir úr flughernum hélt.  Áherslan var að mestu leyti á stríðsskurðlækningar sem óneitanlega hefur farið talsvert fram í Íraksstríðinu, þar eru menn með skurðstofur rétt handan fremstu víglína til að gera snöggar lífsbjargandi aðgerðir en fljúga svo með þá slösuðu til alvöru sjúkrahúsa þar sem full meðferð er veitt.  Allt nokkuð áhugavert.

Það sem sló mig þó aðeins var að ótal sinnum notaði fyrirlesarinn orðið "the enemy".  Ég áttaði mig á því að í íslensku er okkur eiginlega ekki tamt að nota orðið óvinur, amk ekki með sama hætti og hermenn gera.  Við Íslendingar höfum eiginlega aldrei átt óvini og sú hugsun að við viljum drepa óvininn eða hann okkur er í raun vart til í íslenskri þjóðarsál. 

Eitt það heilagasta í mínum huga við Ísland hefur alltaf verið 1100 ára friðarsaga og ég mun aldrei fyrirgefa Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni að hafa formlega saurgað þessa hefð og gert þjóð að óvinum okkar.   Í öllu bullinu sem nú er að koma upp á yfirborðið á Íslandi rifjaðist þetta upp fyrir mér.

Förum nú að koma þessum öpum frá völdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Að öllum líkindum, er skurðlæknirinn, hermaður, hann hlýtur að vera það, úr því hann gegnir læknisfræðistarfi innan hersins.  Hjalti,... Eru þeir ekki fyrst aldir upp sem hermenn, og þá er allt enemys sem er annars lands, eða úr öðru bandalagi, áður en þeir eru með sitt sérnámsheiti, hvort sem er læknisfræði eða annað????

   Hvað varðar Halldór og Davíð, þá eru þeir börn síns tíma og bara gleymdu sér. í valdametnaði og peningametnaði, þeir bara urðu að saltstólpum, midt í det hele............. Sendi kveðjur.

Sólveig Hannesdóttir, 21.11.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Sæll gamli

Það þarf svo sannarlega að koma þessum öpum frá. Ekki stendur á mér. Hef verið að ræða það við frænda þinn hvað í ósköpunum við getum gert. En ég veit fyrir víst að ef við værum 18 ára núna þá hefði Haukur bónusflaggari ekki verið sá eini sem búið væri að handtaka.

Kveðja 

bóndinn.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 26.11.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband