Kjarni Íslands

Eitt af því sem ég sakna hvað mest hér úti eru sundlaugar Íslands.  Fyrir utan hversu þægilegt það er að liggja í heitum potti eða synda er ég einnig búinn að fá nýja sýn á samfélagslegt mikilvægi almenningssundlauga.

Hér í vel stæðu hverfinu sem við búum í eru nokkrar sundlaugar, en aðgangur að þeim er bundinn við að geta greitt nokkuð há félagsgjöld í klúbbunum sem þær reka.  Því eru það bara ákveðnir samfélagshópar sem hafa efni á slíku.  Hér úti er samgangur milli þjóðfélagshópa eiginlega bara enginn.  Þeir búa í aðskildum hverfum, ferðast með ólíkum samgöngutækjum, vinna á ólíkum stöðum og stunda mismunandi áhugamál, sameiginlegir snertifletir eru engir. 

Sundlaugarnar á Íslandi eru eitt af því sem firringarlífsstíll 2007 náði aldrei að eyðileggja.  Almenningssundlaugar hafa alltaf verið fyrir alla og raunverulega notaðar af öllum.  Í búningsklefunum standa berrasaðir ráðherrar og rónar, auðmenn og aular, gáfumenni og greindarskertir, allir að spúla sig naktir í sömu almenningssturtunni á leið í sama þéttskipaða heita pottinn.  Utan sundlauganna getur verið stéttaskipting, en í félagssundlaugunum eru allir raunverulega jafnir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha mjög satt Hjalti! Mikil menning í kringum pottana, sérstaklega held ég þetta sé í sundlaugunum í úthverfunum, eins og pottunum í Garðabænum, alveg ákveðið fólk þar sem mætir alltaf á sama tíma, eins og karlakórinn sem æfir í guvunni á laugardagsmorgnum!:D

en gott að sjá að það er EITTHVAÐ sem þið saknið héðan;) 

Anna María (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband