Íslendingar - trúlausasta þjóð jarðarinnar

Nokkuð hefur verið rætt um þessa grein hér úr Economist, þar sem fram kemur að engin þjóð trúir meir á þróunarkenninguna og minna á sköpunarkenninguna en Íslendingar.  Í raun held ég að þetta sé aðeins angi af stærra máli þar sem ég er farinn að hallast á þá skoðun að Íslendingar séu líklega minnst trúaða þjóð jarðarinnar.

Flestir eru opinberlega skráðir í þjóðkirkjuna en ef trú er mæld þátttöku í trúarathöfnum er trú Íslendinga afar lítil, ég get varla sagt ég þekki nokkurn sem reglulega mætir til messu.  Í öllum þeim löndum sem ég hef heimsótt virðist trú amk skipta fólk meira máli en á Íslandi.

En, það er svo sem hægt að trúa á eitthvað æðra án þess að eltast við bókstafinn í árþúsunda gömlum þjóðsögum, oblátur og ábóta.

Ég held að í huga Íslendinga sé trú hreinlega nátengdari náttúrunni en einhverjum erlendum trúarbókstaf úr öðrum heimsálfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband