Dópið

Enn eina ferðina sé ég að það er verið að rífast um lyfjamál á Íslandi.  Það má sannarlega spara eitthvað í þessum málaflokki, en það er ekki sama hvort verið sé að skerða þjónustuna með því að nota ófullkomnari eldri lyf eða einfaldlega ódýrari lyf sem eru jafn góð þeim dýrari.

Til upplýsingar, hér úti eru allar stóri keðjurnar og nú einnig litlu apótekin farin að bjóða upp á lista með lyfjum sem hægt er að fá mánaðarskammtinn á 4-5 dollara og þriggja mánaða skammt á 10-12 dollara.  Öll þessi lyf eru ekki lengur bundin einkaleyfi þess sem lagði fé í að þróa þau og því er engin eðlileg ástæða fyrir því að selja þau dýrt.

Lista frá t.d. Walmart má sjá hér.

Kostnaðarvitund almennings hér úti er margfalt meiri en á Íslandi.  Stór hluti okkar sjúklinga hafa síðan enga sjúkratryggingu og þurfa því að greiða lyfin að fullu sjálfir, ef við skrifum út of dýr lyf verður lyfseðillinn einfaldlega ekki innleystur.  Því þekkja flestir læknar þennan lista nokkurn vegin og velja þegar hægt er þessi lyf. 

Sambærilegur ávani lækna á Íslandi gæti eflaust sparað stórfé, og ekki virðist almenningi og ríkisvaldi veita af þessa dagana.

Stutt heimsókn á vef Lyfjastofnunar bendir til þess að verðlagning lyfja sé misjöfn á Íslandi, t.d. kostar Amiloríð/HCTZ 5/50 mg blóðþrýstingslyf 100 stk ekki nema 1163 kr sem er ef eitthvað er ódýrara en Walmart.

Samanburðurinn er ekki eins góður varðandi Enalapril/HCTZ blönduna en þar er skráð verð á Íslandi  4865 kr fyrir 100 töflur en 90 töflur hér úti kosta 10 dollara, um 1150 ikr hér úti, reyndar ekki í sama styrkleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband