Stærsta umhverfisslys sögunnar

Flestir hafa líklega heyrt um Chernobyl og Bhopal og kannast við þessar borgir sem vettvang umhverfisslysa.  Færri vita líklega að stærsta umhverfisslys sögunnar er almennt talin arsenik eitrun í austurhluta Indlands og í Bangladesh.  Þar er talið að um 70 milljónir manna hafi orðið fyrir eitrinu, að einn af hverjum 20 sé veikur og að einn af hverjum 100 sé deyjandi vegna arsenikeitrunar.

Nú er sem betur fer verið að vinna í að finna lausnir á vandanum, sem verða eflaust milljón sinnum dýrari en ef komið hefði verið í veg fyrir mengunina.

Þetta minnir mig annars á nýlegt yfirlit þar sem í ljós kom að ekki nema 5% af rafhlöðum á Íslandi skiluðu sér til endurvinnslu, restin fer í ruslið og þaðan með tíð og tíma út í lífríkið og í afkomendur okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

já, það er ótrúlegt hvað fólk getur verið hirðulaust, sama gildir með umfram lyf sem fólk klárar ekki, iðulega bara hent í ruslið eða skolað niður í klósettið, sama hvað er brýnt fyrir fólki að haga sér skynsamlega.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.8.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Hvaðan kemur eitrunin, úr einhverjum verksmiðjum ?

Pétur Þorleifsson , 31.8.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband