"Hey, þið Íslendingar...

... eigið víst fallegustu konur í heimi" - er ekki óalgengur frasi að heyra hér vestanhafs.

Nú undanfarið er farið að bæta við: "já og lélegustu bankamenn í heimi".


Hagsmunatengdur, ekki vanhæfur

Vitleysa er þetta með notkunina á orðinu vanhæfur.  Annað hvert skipti sem einhver er stimplaður vanhæfur til að fjalla um tiltekið mál virðist viðkomandi móðgast og ekki sætta sig við að teljast vanhæfur.

Misskilningurinn snýst um að ekki er í raun verið að fjalla um hversu hæfur þessi einstaklingur er, heldur hvort hann eða einhver honum tengdum hafi hagsmuna að gæta og hann geti því ekki fjallað um viðkomandi atriði á hlutlausan hátt.

Orðið hæfi miðar meira við færni eða þekkingu til að fjalla um mál og er að ég held í málskilningi flestra eitthvað allt annað hlutleysi eða hagsmunatengsl.

Legg ég því til að frekar verði rætt um að einhver sé of hagsmunatengdur heldur en vanhæfur til að fjalla um mál. 


HÆTTU AÐ NOTA PLAST!


Það er komið sumar

Farðu út að leika.

 

 


Varúð - óeðlileg aðferðarfræði

Þegar skýrsla Gallups um þessa könnun er lesin má sjá að aðferðarfræðin er vægast sagt undarleg:

Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá.  Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 60,5%.

Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“ Fyrir þá sem sögðu líklegra að þeir kysu einhvern hinna flokkanna voru reiknaðar út líkur þess að þeir myndu kjósa hvern flokk, út frá svörum þeirra sem tóku afstöðu í fyrstu tveimur spurningunum.

Feitletraði textinn er einfaldlega leiðandi spurning og því er könnunin ekki marktæk.  Ef könnun væri framkvæmd á eðlilegan hátt má búast við að fylgi D sé enn lægra.


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The lost tribes of New York

Ég var að koma úr túr til NY.  Það fer víst eftir því hvernig horft er á borgina en ég er farinn að hallast að því að þessi borg sé alveg frámunalega ljót.  Hún er stórfenglegur suðupottur mannlífs, þarna eru einhverjar hæstu og tignarlegustu byggingar jarðarinnar og titrandi lífskrafturinn er heillandi, en miðað við að heimsækja Evrópskar borgir eða borgir hér vestra eins og San Fran eða Vancouver er NY stíllaus skítug samsuða. 

Ef eitthvað er verður síðan myndinn af borginni ekki betri við að keyra inn í hana, þar sem hún er að sunnan umkringd þungaiðnaðarhverfum sem eru allt annað en falleg. 

NY hefur lengi verið einn helsti staðurinn fyrir critical mass samkomur þar sem hjólreiðafólk tekur sig saman og hertekur göturnar.  Að hleypa bílaumferð inn á Manhattan er í raun tóm vitleysa og vonandi kemur að því sem fyrst að einkabílnum verði úthýst alfarið.  Þá verður Manhattan staður sem ég væri til í að búa á.

 


The Lost Tribes of New York City from Carolyn London on Vimeo.

Ástæða þess að við höfum mannanafnanefnd

Hér í Amríku er mantra þjóðlífsins frelsi einstaklingsins til athafna.  Þessi trúarkredda getur verið svo blind að hér dettur lögjafanum ekki í hug að skerða rétt fólks til þess að skíra nöfn sín hvaða því nafni eða nafnleysu sem þeim dettur í hug.

Því miður er það bara staðreynd að sumir samferðamanna okkar í þessu lífi eru hreinræktaðir vitleysingar og það á að vera hlutverk ríkisvaldsins að vernda nýfædd börn gegn hugdettum slíks fólks.  Hluti af því er að starfrækja mannanafnanefnd sem sárlega vantar hérna megin hafs.

Á rólegri stund á barnabráðadeildinni þar sem ég hef unnið undanfarinn mánuð var farið að rifja upp nokkur best of dæmi um óvenjuleg nöfn:

ABCDE - borið fram Ab-sid-í

Tvíburarnir Orangela og Lemonagela - nefndir eftir appelsínum og sítrónum sem var uppistaðan í uppáhalds drykkjum móðurinnar á meðgöngu.

Peekaboo - var nafn sem stelpan valdi sjálf.  Foreldrarnir ákváðu að bíða með að nefna barnið þar til hún hefði aldur til að ákveða það sjálf, og nafnið endurspeglar aldurinn sem hún fékk að velja sér nafn.

Usnavy - sem er til komið af því að móðirin sá þetta standa á skipi og fannst það hljóma svo vel.

Skrautlegasta nafnið var samt konan sem skírði son sinn eftir tveimur uppáhalds persónum sínum:  Ice Tea Baby Jesus.

 


And finally tonight, Jesus


Við erum að drukkna


Furðulegasta dýr jarðar fundið


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband