Sjúklingur er fremur lágvaxin og 87,5 kg...

...og lenti í slysi - hefði getað farið illa en hún virðist ætla að jafna sig vel.  Blóðþrýstingur er hins vegar í hærra lagi, um 140/80 á nokkrum mælingum og því þarf að fylgjast með henni á næstunni hvað varðar háþrýsting, gæti þurft lyfjameðferð innan fárra ára.

Sjúklingurinn er 11 ára stelpa.

 


We do trauma, not drama.

- stendur á bolum sem nokkrir af starfsmönnum bráðadeildarinnar hér úti létu prenta og hafa verið að klæðast í vinnunni.

Sagan segir að geðdeildarstarfsmenn hafi látið prenta boli með áletruninni "We do drama, not trauma" en ég veit ekki hvort það er satt.


Hvernig skrifa skal leiðinlega vísindagrein

Ég var að rekast á grein eftir danskan vísindamann um helstu lykilatriði þeirrar listar að skrifa vandaða en drepleiðinlega vísindagrein.  Tímaritin sem vísindamenn keppast við að fá greinar sínar birtar í gera allar miklar kröfur um tæknilegt innihald, en mættu etv aðeins hugsa meira um skemmtanagildið.

Þessi grein er amk ekki leiðinleg.


Vinnutímabrandarar

Merkilegt þetta með vinnuvikur í ólíkum löndum.

Í Ameríku eru í gildi lög um að hámarksvinnuvika lækna í starfsþjáflun sé 80 klst á viku.  Þegar sagt er frá því heima á Íslandi fer fólk venjulega að hlæja, enda þokkalegur þrældómur að þurfa að vinna 80 kls á viku. 

Á slysaskurðdeildinni þar sem ég vinn nú þennan mánuðinn er síðan í gildi undanþága frá þeim lögum þannig að við förum upp í 88 klst vinnuviku - skv skráðum vinnustundum þó við í raun verjum nokkuð fleiri stundum í vinnunni í hverri viku.  Vaktir fara síðan upp í 30 klst samfelldri vinnu það er ekki beinlínis að auka hreysti og vellíðan ungra lækna.

Hér fara hins vegar allir að hlæja þegar maður segir frá þeim að í Evrópu séu í gildi lög um 48 klst hámarksvinnuviku.  Slíkt er nánst flokkað sem frí hér í landi.


Dr Bjornsson, you wanna catch this baby?

Almennt held ég að margar hliðar á amerískri læknisfræði standi þeirri íslensku framar.  Þekkingarstig læknanna stendur líklega flestum löndum framar og læknanemarnir hér eru amk talsvert betur lesin en meðalneminn er heima á Fróni.  Þegar kemur að þjónustu við fæðandi konur finnst mér þó að mörgu leyti eins og ég hafi farið áratugi aftur í tímann við að koma hingað út.

Fyrir þá sem ekki þekkja, þá byggir fæðingarþjónusta heima á Íslandi á þeirri hugsun að fæðing sé eðlilegt ferli sem getur fylgt áhætta.  Eðlilegt þykir að konur fæði börn sín með aðstoð og undir vökulu auga ljósmóður, en ef vandamál koma upp eru læknar og fullmönnuð skurðstofa tiltæk baksviðs.  Hér í Ameríku virðist hugsunin vera önnur. 

Hér er það ekki konan sem fæðir barn, samkvæmt orðanotkuninni er það læknirinn sem fer inn þegar konan er búin með útvíkkunina og "delivers the baby". 

Í raun er hér um að ræða e.k. skurðaðgerð en ekki náttúrulega fæðingu.  Til samræmis við það er konan höfð fastandi, fær ekkert að drekka við áreynslu útvíkkunarinnar en bara vökva í æð.  Hún á að liggja á bakinu og þegar kemur að kollhríðinni stormar hópur fólks inn á fæðingarstofuna, allt er dúkað með sterílum lökum og fótleggjum er haldið upp.  Hin "rétta" aðferð læknanna hér er síðan að toga kröftulega í skaparbarmana til þess að búa til pláss fyrir barnið, jafn vel þrýsta síðan á endaþarminn til að ýta barninu út, nokkuð sem almennt er ekki gert á Íslandi.

Á meðan á þessu stendur keppast venjulega allir við að góla á konuna að rembast; læknirinn, hjúkkan, eiginmaðurinn, mamman og jafnvel tengdamamman sem etv er einnig á staðnum.  Eitt skipti sá ég síðan 6-8 manns streyma strax inn á fæðingarstofuna til að skoða nýfætt barnið, áður en fylgjan hafði fæðst eða búið var að þrífa upp blóðið.  Það mun víst vera undantekning en gerist sannarlega.  Konugreyinu virtist ekki skemmt.

Vissulega var mín upplifun aðeins lituð af því að vera að vinna á deild sem er sérhæfð til að fást við áhættumeðgöngur, fyrirburafæðingar, fæðingargalla og sjúkdóma móðurinnar.  Því fylgir að inngripin verða óhjákvæmilega meiri, enda er tíðni keisaraskurða tæplega 50% allra fæðinga.

Lífsreynd ljósmóðir lýsti því eitt sinn fyrir mér að til þess að kona geti komið barni í þennan heim þurfi hún að vera í álíka góðum tengslum við sinn eigin líkama og til þess að geta fengið kynferðislega fullnægingu.  Í sviðsljósi með fjölda áhorfenda er ólíklegt að slíkt gangi vel, en hér vestanhafs er það læknirinn sem er að störfum við að "deliver the baby" þannig að líðan konunnar er ekki efst á forgangslistanum.  Hér eru ekki einu sinni ljósmæður á fæðingarganginum, einungis hjúkrunarfræðingar, en allri þjónustunni stýrt af læknunum og þegar allt kemur til alls hafa þeir mesta þjálfun og áhuga á skurðaðgerðum og tæknilegri hlið fæðinganna, ekki að sitja yfir konu í eðlilegri fæðingu.

Í sérnámi mínu hér vestanhafs er ætlast til þess að ég taki á móti ákveðnum fjölda barna og það vantaði ekki áhersluna á að ná því markmiði kennslusjúkrahúsinu.  Ekkert var samt verið að hafa fyrir því að spyrja konurnar hvað þær vildu.  Á okkar ágæta Landspítala er þessu sem betur fer talsvert betur farið.  Þar er sinnt kennslu læknanema, ljósmæðranema og deildarlækna í fæðingarhjálp en tekið er tillit til þess að konan er í aðalhutverki; ekki of margir í stofunni, ef hægt er farið inn og kynnt sig snemma í ferlinu ef til stendur að vera viðstaddur fæðinguna o.fl.  Hér er bara gólað eftir ganginum "Hey, Dr Bjornsson, you wanna catch this baby?"  Þegar krakkinn er svo kominn út er ég spurður hvort mér sé ekki sama hvort læknaneminn "delivers the placenta".  Konan liggur bara þarna og er ekkert spurð.  Að sjálfsögðu er barnið síðan alltaf tekið beint í og sett í hendur barnalækna, aldrei beint til móður sinnar jafnvel þó krakkinn orgi og sprikli af öllu afli.

Tæknilega held ég að kvennadeild Landspítala veiti mjög vandaða læknisþjónustu, en eftir að hafa kynnst mannlegu hlið þjónustunnar hér á stóru kennslusjúkrahúsi finnst mér Landspítali geta verið sérstaklega stoltur af þeirri vönduðu þjónustu ljósmæðra sem veitt er við konur í fæðingu á Íslandi.  Að því leyti sýnist mér Ameríka vera vanþróað ríki miðað við Ísland.

Húrra fyrir íslenskum ljósmæðrum.


Haettulegt ad vera bradalaeknir

Almennt eru their sem vinna vid bradalaekningar frekar skemmtilegt folk og bysna margir lifa skautlegu lifi utan vinnunnar.  Stor hluti vinnumenningarinnar vid ad starfa a bradadeildum er ad hafa naegan tima til ad hlada batteriin milli vakta thannig ad vinnuvikan almennt er styttri en hja flestum odrum stettum her vestanhafs, tho hun se thad varla heima.

Einn serfraedingurinn her a deildinni reynir ad nota timann milli vakta vel og um daginn akvad hann ad profa fallhlifarstokk, nokkud sem hann hafdi lengi langad til.   Eftir marga klukkutima af kennslu stokk hann svo ut i fylgd tveggja adstodarmanna sem heldu thettu taki.  Aetlunin var sidan ad their myndu halda fast thar til their vaeru bunir ad beina hendi hans aftur og na taki a spottanum til ad opna fallhlifina.  Allt gekk thetta eins og i sogu og thegar hann var kominn med hendina aftur fyrir bak slepptu fylgdarmennirnir takinu - sem hefdi verid i lagi ef okkar madur hefdi ekki verid farinn ur axlarlidnum .

I frjalsu falli a leid til jardar var hann sidan ad basla vid ad na taki a spottanum med hinni hendinni, og an nokkurs arangurs lengi vel.  Jafnvel tho hann naedi ad kippa voru sidan eftir ahyggjurnar af ad na ad styra fallhlifinni til lendingar, en til thess tharf vist badar hendur.

Sem betur fer tokst ad opna fallhlifina og lenda an beinbrota, tho lendingin hafi vist ekki verid serlega mjuk. 

Eg held eg haldi mig a jordu nidri.


Framtidin...

... er liklega alveg ad koma.

 

http://www.festo.com/INetDomino/coorp_sites/en/1e70ac4a67fcfb11c12572d0004d3d44.htm


Björgum heiminum

headerFyrir nokkru bloggaði ég um ævisögu merks manns, Paul Farmer, sem ég las í vor.  Farmer þessi er læknir sem hefur drifið áfram hjálparstarf í Haítí, fátækasta hluta fátækasta lands vesturheims.  Heimssýn hans sem læknir byggist á staðföstum og einlægum vilja til þess að hjálpa fólki, óháð efnahag og öðrum slíkum þáttum.

Um daginn var að vinna hér á vakt með mér læknanemi að nafni Duffy Casey, eftir nokkuð spjall kom í ljós að hann haði farið í heimsókn á sjúkrahús Farmers í Haítí og að Duffy virtist ætla að feta í fótsporin. 

Saga læknanemans var í stuttu máli eftirfarandi:  Hann var af fremur fátæku fólki kominn þannig að til að reyna að komast í gegnum college vann hann einnig sem húsvörður í skólanum, auk þess sem að vinna á kaffibar flest öll kvöld.  Þar kynnist hann lækni sem dregur hann ásamt þremur vinum sínum í skoðunarferð á læknastofuna.  Í ljós kemur að barnalæknirinn hefur unnið að umfangsmiklu hjálparstarfi víða um heim og m.a. unnið með Paul Farmer á Haíti.  Smám saman þróast hlutirnir þannig að Duffy fer með vinum sínum í heimsókn til Haítí og heillast gjörsamlega af þessum lífsmáta.  Í framhaldinu fer hann til Honduras með barnalækninum og vinnur þar í 9 mánuði.  Því næst er 8 mánuðum varið í að flakka á milli sveitaþorpa í Honduras til að kynna sér aðstæður og meta hvernig sé best hægt að hjálpa þessu örsnauða fólki. 

Eftir það er spýtt í lófana og stofnuð hjálparsamtökin Medical Brigades og sett á stofn heilsugæslustöð í afskekktri sveit í Honduras.  Þar vann hann í nokkur ár við uppbyggingu og drefi sig þá loksins í læknanámið, sem hann lýkur í vor.  Stöðvar Medical Brigades sjá nú um 35.000 sjúklinga á ári og veltan er um 1 milljón USD.  Fjöldamörg háskólasjúkrahús og aðrar stofnanir taka nú þátt í starfi samtakanna og þeir eru nú að fara af stað með sambærileg verkefni í öðrum löndum.

Áhugavert var að heyra hann lýsa því hvernig vinir hans voru allir af ríku fólki - amma eins þeirra ber nafnið Lily, og stofnaði það nú gígantíska lyfjafyrirtæki sem ber sama nafn.  Sem fátæki gaurinn var hann sífellt bitur þar til hann breytti um heimssýn eftir ferðalagið til Haíti og fór að sjá öll tækifærin í lífinu.  Þeir vinirnir fjórir sem barnalæknirinn dró í heimsókn til Haítí eru nú allir í læknanámi og ætla að verja lífinu í hjálparstarf.

Bandaríkin eru óneitanlega land fjölbreytileikans.  Hér er að finna allt það besta og versta í heiminum á eiginlega öllum sviðum, matargerð, kvikmyndum, menntun og hverju sem er.  Almennt held ég að fólk sé verr upplýst og njóti hér minni lífsgæða en almennt gengur í Evrópu, en hér er líka hægt að ná ótrúlega langt, bæði hvað peningalegt ríkidæmi og svo tækifæri til rannsókna og menntunar.

Einstaklingar eins og þessi læknanemi eru amk gott dæmi um góðar hliðar þessa lands sem telur sig amk vera land tækifæranna.  Læknanema eins og Duffy Casey, sem hefur byggt upp umfangsmikla hjálparstarfsemi með læknanáminu, hef ég amk aldrei rekist á heima á Íslandi.

Ef einhver hefur áhuga á að skoða nánar þessa starfsemi og etv taka þátt er hægt að nálgast frekari upplýsingar hér: 

http://medicalbrigades.com/

 


Tungusugan

Intervent3Ég var að rekast á þessa grein, um nýtt tæki til að halda öndunarvegi opnum hjá meðvitundarlausum einstaklingum.   Vissulega er þetta áhugaverð hönnun, en ég vona að hönnunarfaghóparnir geri sér grein fyrir að prófa verður hlutinn í almennilegum rannsóknum áður en farið er að ráðleggja almenningi að kaupa gripinn.

 

 


Verðandi konungur Senegal?

senegal_africaEitt af því skemmtilega við það form túrisma sem læknisfræðilegt sérnám erlendis er, er að kynnast nýju fólki.  Með þeim skrautlegri sem ég hef rekist á hingað til er barnabarnabarn eins helsta frelsisleiðtoga Afríku, Blaise Diagne. 

Dr Diagne sem ég vann með er hávaxinn og tignarlegur blökkumaður, ber sig með stolti og er fær í læknisfræðinni.  Hann lætur sér annt um sjúklingana og er einstaklega drífandi í að koma hlutunum í verk - hann gengur beint í öll verk sem fyrir liggja en nýtur síðan langra kaffistunda þegar hann er alveg viss um að ekkert bíði. 

Við Diagne vorum á einstaklega rólegum vöktum á kvennadeildinni og því var nægur tími til að ræða um veraldarmálin.  Ég verð að segja að ég hef fyllst nokkurri bjartsýni um framtíð Afríku eftir að hafa rætt við Diagne, amk hvað varðar Senegal.  Þar virðist spillingin vera komin upp á yfirborð þjóðfélagsumræðunnar og t.d. þeir sem voru sendir í dýra einkaskóla í Sviss, kostaðir af foreldrum sem stálu frá hinu opinbera, lifa nú í hálfgerðri skömm og myndu aldrei hafa sig mikið í frammi í landinu.  Flest ungt fólk skilur samkeppniseðli nútímans og er ákveðið í að reyna að bæta landið. 

Dr Diagne er nú í sérnámi í kvensjúkdómum hér í borg.  Hann stefnir á að vinna síðan fáein ár hér í BNA en fara síðan heim og takast á við stjórnmálin, og með sín ættartengsl mun framinn þar líklega vera auðveldur.  Einhver gæti etv haldið að kvensjúkdómafræði væri ekki besti bakgrunnurinn fyrir stjórnmál, en Diagne var á öðru máli.  Sem kvensjúkdómalæknir menntaður í BNA myndi hann sinna öllum ríku konunum í höfuðborginni, það myndi opna honum leið að innstu leyndarmálum allra valdamestu heimila landsins og gera það að verkum að eiginmenn kvennanna færu ekki að skapa sér óvild hans.  Þannig getur þekking á kvensjúkdómum mögulega opnað honum leið að stjórnartaumum landsins.

Fróðlegt þótti mér að heyra um framtíðaráætlanir Diagne um hverju hann vill koma í verk í Senegal.  Vissulega stendur til að bæta menntun og samfélagið allt, en býsna fljótt var hann kominn í pælingar um hvernig hann ætlaði að styðja til mennta sérvalinn hóp úrvalsnemenda sem hann myndi sjálfur koma í langskólanám.  Vissulega var markmiðið að skapa hóp afburðareinstaklinga fyrir landið, en í gegnum ræðuna skein nokkuð að þessi hópur átti síðan að vera e.k. valdatrygging fyrir hann sjálfan.

En, líklega kemst enginn áfram í stjórnmálum án einhverrar spillingar, og ef það versta sem menn gera er að stuðla að menntun er það ekki svo slæmt.  Ég hef amk fulla trú á að víðsýnn einstaklingur á við Diagne yrði góður stjórnmálaleiðtogi fyrir Senegal -

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband