Aular

Bandaríski sjóherinn hefur verið gagnrýndur fyrir nokkrar af byggingum sínum.

Úr lofti lítar þær svona út og nú er verið að verja stórfé í að breyta byggingunum til að gera þær pólitískt réttari.


Ofurleti

cone-2Ég hef lengi verið að hlæja að aumingjaskapandi letisamfélagi okkar þar sem allt er gert til þess að reyna að forða okkur frá áreynslu.  Gott dæmi um út í hversu miklar öfgar þetta er komið hefur verið fólk sem fjárfestir og stuðlar að umhverfisspjöllum með því að kaupa sér rafknúna piparkvörn og þarf því ekki að leggja á sig það líkamlega erfiði sem fylgir því að snúa kvörninni með handafli.

Rafknúni ísinn er líka gott dæmi.

 


Map of humanity

Takið eftir Utopiu - þeim mun lengur sem ég dvelst hér vestanhafs verð ég meira sannfærður um að margt við okkar ágæta samfélag heima á Íslandi passar vel við þessa nafngift á kortinu.  Opinbert heilbrigðiskerfi sem fer ekki í manngreinarálit, menntakerfi fyrir alla og landið er svo friðsamt að löggurnar eru óvopnaðar og skotsár sjást einu sinni á ári. 

Utópía samanborið við BNA.


Michael Moss

Ég hef nokkuð séð fjallað um málefni Michael Moss hér í fjölmiðlum.  Moss þessi fór til Írak með sjóhernum og fór síðan aðra ferð með einkastríðsverktaka.  Þar varð hann vitni að ólöglegri vopnasölu, dreifingu á vélbyssum, jarðsprengjum og hverju sem var án þess að nokkuð væri velt fyrir sér hverjum væri verið að selja og ljóst að hans mati að stór hluti vopnanna færi í hendur andstæðinga BNA.

Hvað gerir Moss í stöðunni - hann telur sig gera hið rétta og tilkynnir FBI um málið.

Samstundis er honum kippt inn í fangelsi fyrir utan Bagdad þar sem honum er haldið föngum í 97 daga með "léttum" pyntingum.  Að lokum sjá menn fram á að ekki sé hægt að losna við manninn svo auðveldlega þannig að þeir skutla honum út á flugvöll í Bagdad óvopnuðum og láta fá 20 USD - sem má líklega túlka sem e.k. dauðadóm.

Sem betur fer tókst manninum að komast heim og segir nú sögu sína hverjum sem heyra vill.  Fyrst hegðun stjórnvalda hér í þessu ríki er svona gagnvart sínum eigin borgurum er ekki við öðru að búast að lítil virðing sé borin fyrir lífi araba.


Öfgatilraunir

Uss.  Þessar tilraunir hefðu væntanlega ekki fengið leyfi frá vísindasiðanefndum í dag.

 

 


Aðgát skal höfð...

Ekki er hægt að segja að sterkasta hlið heilbrigðisstarfsfólks hér vestra sé umhyggja og mannvirðing.  Fagleg nákvæmni og gæði þjónustunnar á pappír er mikil, en hér skín nokkuð í gegn hjá býsna mörgum starfsmönnum hversu lítil virðing er almennt borin fyrir lægri stéttum.

Þegar enginn heyrir til nema starfsfólkið er lítið kippt sér upp við þó verið sé að hlæja að sjúklingum og nota óvirðuleg orð um þá.  Fyrir kemur að sjúklingum sé lýst sem "pice of shit" og einn sem ég vinn með hafði séð skammstöfunina SHPS notaða í sjúkraskrá - Subhuman pice of shit.  Svona gerum við ekki heima á Íslandi.

Um daginn fór þessi óvani illa.  Ungur maður kom inn í andarslitrunum eftir að hafa skotið sig í höfuðið og nokkrir af starfsfélögum mínum létu býsna margar létt spaugilegar en óvirðulegar athugasemdir falla á meðan verið var að reyna að bjarga honum á bráðadeildinni. 

Þegar verið var að fara með hann í sneiðmynd af höfði tekur einhver eftir eldri manni sem stendur við dyrnar á neyðarherberginu sem hafði fylgst með allri vinnunni, maðurinn reyndist faðir sjúklingsins og starfar sem rafvirki á spítalanum.  Hann hafði heyrt allt sem sagt var.

Vissulega er hluti þessara ummæla leið starfsfólksins til þess að verja sig óhugnaðinum, ef heilbrigðisstarfsfólk gengur í gegnum sömu þjáningar og aðstandendur í hverju tilviki er algerlega ómögulegt að starfa á bráðadeild. 

Það eru samt til aðrar og betri leiðir til að geta starfað við bráðalækningar.


Vörn fyrir börn

Vopnagleði manna hér í ameríku á sér lítil takmörk.  Margir virðast lifa í sífelldri hærðslu við að ljóti kallinn komi og skjóti og ræni, hvar og hvenær sem er, og fá kvíðakast ef þeir eru óvopnaðir.

Eflaust eru þeir einnig til sem myndu kaupa þessar vörur ef þær væru í raun á markaði.


Dr M.

268px-Map_of_USA_LA_svgÍ þessu stóra landi er mikill munur á milli hinna ólíku fylkja.  Veðurfar, fjárhagur, stéttaskipting og margir aðrir þættir eru verulega ólíkir og satta að segja er ég farinn að halda að verri staðirnir geti vart talist byggilegir lengur.

Með mér hér í náminu er lesbísk stelpa, Dr M.  Hún er stórskemmtileg og mikið partíljón, býr með sambýliskonu sinni og heilum dýragarði gæludýra.  Eitt af því sem hefur markað býsna djúp spor í Dr M er að hún kemur frá Louisiana og fór í gegnum sitt læknanám á góðgerðarspítala í miðju fátæktarhverfi.  Eftir þá reynslu virðist hún hreinlega ekki hafa nokkra trú á mannkyninu lengur.  Hún á mikið vopnasafn heima við og ég held að það væri ekki skynsamlegt að reyna að brjótast inn hjá þeim. 

Í Louisiana er húseigandi reyndar í fullum rétti til að skjóta og drepa einhvern sem ekki vill yfirgefa landareignina, reyndar verður að vara hann við og ekki má skjóta hann í bakið en að öðru leyti þykir það fullkomlega eðlilegt.  Hér austurfrá eru heldur meiri hömlur á mannsmorðum.

Á því sjúkrahúsi sem hún starfaði á í Louisiana var þó nokkuð um skotárásir inni á sjúkrahúsinu og árásir á starfsfólk voru ekki óalgengar.  Eðlilegt þótti að fá öryggisvörð til að fylgja sér út að bílnum eftir vinnu vegna hættu á árásum og allir virðast hafa haft sífelldan vara á sér.

Hér í vinnunni hjá okkur á austurströndinni er ástandið talsvert skárra.  Við sjáum reyndar sjúklinga með skotsár nánast daglega, en deildin er nokkuð örugg og stöðugt vopnaður lögregluþjónn á deildinni.   Þó ofbeldi sé sem betur fer sjaldgæft á okkar deild er Dr M samt sífellt á nálum, ef einhver svo mikið sem brýnir aðeins raustina eða vottar fyrir einhverju hættuástandi hleypur hún strax í burtu.  Hún myndi aldrei fara neitt gangandi og skilur ekkert í mér að ganga heim úr vinnunni, þó það séu ekki nema um 200 metrar í sallarólegu og vinalegu hverfi. 

Sennilega eru það fjöldamargir þættir sem valda því að samfélag verður líkt og Louisiana er miðað við lýsingar Dr M.  En ekki hef ég áhuga að að fara þangað, hvað þá búa að slíkum stað


Vinir okkar í Finnlandi


Læknisfræðileg ættleiðing ehf.

Að sjálfsögðu er Hasselhoff settur á lista yfir fræga viðskiptavini.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband