Áhrif auglýsinga?

Á vesturlöndum flestum er í orði notað lýðræði til að stjórna þjóðfélögunum.  Í reglubundnum kosningum skilar almenningur inn atkvæðum sínum og aðilum eru afhent völdin fram að næstu kosningum.  Allir telja sig líklega kjósa samkvæmt sinni sannfæringu, velja þann sem þeir telji hentugastur til að stýra þjóðfélaginu.  Það þarf þó ekki endilega að vera rétt skoðun.

Fáir viðurkenna líklega að þeir kaupi vörur vegna auglýsinga.  Flestir eru á því að þeir taki sjálfstæða ákvörðun um hvað þeir vilja kaupa, en eins og allir markaðsmenn vita líklega þá spila auglýsingar með undirvitund okkar og geta fengið okkur til að gera ólíklegustu hluti.  Ætli fólk viti þetta ekki almennt, það bara horfist ekki í augu við að það gildir einnig um það sjálft, ekki bara alla hina.

Því miður hefur auglýsingamennskan haldið innreið sína í stjórnmálin sífellt meir á undanförnum árum, með hjálp auglýsingarsálfræðinga er spilað á hugi almennings.  Þegar horft er á stjórnmálin í BNA virðast þessi áhrif vera orðin svo yfirþyrmandi að maður fer að velta fyrir sér hvort hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði lengur.  Þar virðast fjársterkir aðilar geta keypt skoðanir fólks með aðstoð markaðsmanna þannig að réttara sé að tala um auðræði. 

Það væri fróðlegt ef einhver gæti mælt að hversu miklu leyti þessar fylgissveiflur sem mælast nú á fylgi íslenskra stjórnmálaflokka tengjast auglýsingum.  Vissulega hafa kappræður í fjölmiðlum etv eitthvað að segja, en það er sérkennileg tilviljun að framsókn skuli fara að þokast örlítið upp nú þegar borgin og fjölmiðlar hafa verið tepplagðir með áróðri þeirra. 

Ég vona að fólk sjái í gegnum lýðskrumið, brosandi andlit í kosningabæklingum og sjónvarpsauglýsingum, barmmerki og blöðrur og helst vildi ég sjá sem minnst af auglýsingum.  Stjórnmálamenn eiga að leggja verk sín síðasta kjörtímabil í dóm kjósenda í kosningum, ekki keppa um hver geti unnið athygliskeppnina.  

Hvort sem fólk hefur stjórnmálaskoðanir til hægri, vinstri, að gráu eða grænu eða eitthvað allt annað, hljóta allir að geta verði sammála um mikilvægi þess að fólk myndi sér sjálfstæða skoðanir, óháð auglýsingaþrýstingi.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband