Hvar er lögreglan?

Gerir fólk sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegar þessar ásakanir eru?  Ef satt er að fulltrúi fyrirtækis hafi farið á læknastofu og tekið ófrjálsri hendi gögn um 180 sjúklinga er það eflaust grófasta brot á trúnaði sjúklinga í slandssögunni.

Réttur fólks til þess að fullur trúnaður ríki um samskipti þeirra við lækni er meðal mikilvægustu grundvallarréttinda.  Það held ég að eitthvað myndi heyrast ef fulltrúi t.d. Kaupþings hefði á brott með sér 180 skýrslur úr skjalageymslum LSH um komur starfsmanna sinna til læknis. Ef það reynist satt að Ipregilo hafi sent menn í óheilsusamlegt umhverfi og svo stolið sjúkraskýrslum veikra starfsmanna hlýtur það að teljast mjög alvarlegur glæpur.

Og hvaða mark á að taka á yfirlýsingu um að þeir ætli sér að skila gögnunum bráðum?  Ef þeir hafa tekið gögnin á að skila þeim tafarlaust, það er ekki eins og sú framkvæmd sé flókin.  Ef Impregilo ætlar að halda gögnunum eitthvað lengur getur það bara verið vegna þess að þeir ætli sér að hnýsast í þau frekar.  Skilið þeim strax.

Gott er að vita að þeir ágætu menn Matthías og Haraldur ætli að skoða málið, en með fullri virðingu fyrir þeim, af hverju er lögreglan ekki þegar farin að rannsaka þennan meinta stórglæp?


mbl.is Landlæknir ætlar austur að Kárahnjúkum eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Finn ekki mailið þitt... Of langt síðan síðast! Sendu mér mail á mjoll@hjarta.net...

kv. Mjöll

Mjöll Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband