Miðvikudagur, 23. maí 2007
Ánægja pr 1000 kr
Undanfarin ár hef ég verið að endurskoða peningaeyðslu mína. Eftir að ég fór að reyna að áætla varðandi allar athafnir og eyðslu hversu mikla ánægju ég raunverulega fæ úr hverjum þúsundkalli breytist aðeins forgangsröðunin og í hvað laununum er eytt.
Að borða góðan mat t.d. getur verið nokkuð dýrt en alveg óskaplega gott og því peningum vel varið.
Vel skil ég ánægjuna við að keyra góðan bíl. Vandamálið er bara að slíkt tæki kostar milljónir, yfirleitt þó nokkuð margar milljónir. Ef síðan er borin saman ánægjan af því að keyra 10.000.000 kr bíl og 1.000.000 kr bíl er nokkuð augljóst að ánægja pr þúsundkallinn af þessum 9.000.000 til viðbótar í dýra bílinn er í raun alveg einstaklega lítil, amk ef sama peningi væri varið í mat og drykk.
Ég skora á ykkur að prófa, að reyna að leggja mat á þá ánægju sem fæst fyrir hvern þúsundkall og reyna að stýra neyslunni samkvæmt þeirri vísitölu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.